„Körfubolti er alltaf körfubolti“

Jakob Örn Sigurðarson er einn þeirra leikmanna sem leikið hafa með þýsku félagsliði á ferlinum og hefur spilað á móti nokkum í þýska landsliðinu. Ísland mætir Þýskalandi klukkan 13 að íslenskum tíma í dag í fyrsta leiknum í B-riðli lokakeppni Evrópumótsins í körfubolta í Berlín.

„Maður finnur alveg að margir tala um þetta að við séum að fara til Berlínar og margir eru að koma hingað. Vonandi verður hægt að halda rétt á spöðunum eftir þetta mót þannig að ekki líði of langt þangað til við förum aftur á stórmót,“ sagði Jakob meðal annars þegar mbl.is tók hann tali á hóteli íslenska liðsins í gær en hann leikur í dag sinn 81. A-landsleik. 

Viðtalið við Jakob er að finna á meðfylgjandi myndskeiði. 

Vonandi verður stórskyttan Jakob Örn Sigurðarson heitur gegn Þjóðverjum í …
Vonandi verður stórskyttan Jakob Örn Sigurðarson heitur gegn Þjóðverjum í dag. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert