Hörður Axel semur við Keflavík

Hörður Axel Vilhjálmsson í leik með íslenska landsliðinu á Evrópumeistaramótinu …
Hörður Axel Vilhjálmsson í leik með íslenska landsliðinu á Evrópumeistaramótinu í körfuknattleiks í fyrrahaust. Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson

Hörður Axel Vilhjálmsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, hefur ákveðið að snúa heima út atvinnumennsku og leika með Keflavík að því tilskyldu að honum bjóðist ekki hagstæður samningur hjá erlendu félagsliði fyrir 1. október. Ákvæði um slíkt mun vera í nýjum samningi Harðar Axels við Keflavík. 

Karfan.is greinir frá þessum tíðindum í kvöld.  Samningur Harðar við Keflavík er til fjögurra ára. 

Hörður Axel er öllum hnútum kunnugur hjá Keflavík. Hann gekk til liðs við félagið 2008 og átti þar góðan feril þar til hann hélt til Evrópu í atvinnumennsku 2011. Síðan hefur hann leikið með þýska félagið Mitteldeutscher, Valladolid á Spáni, gríska liðinu Aries Trikala og tékkneska liðinu ČEZ Basketball Nymburk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert