Snæfell og Keflavík unnu tvöfalt

Aaryn Ellenberg úr Snæfelli var valin besti leikmaður seinni hluta …
Aaryn Ellenberg úr Snæfelli var valin besti leikmaður seinni hluta deildarinnar. mbl.is/Árni Sæberg

Snæfell og Keflavík unnu bæði tvöfalt þegar veittar voru viðurkenningar fyrir síðari hluta Dominos-deildar kvenna í körfuknattleik.

Snæfell vann deildarmeistaratitilinn og þjálfarinn Ingi Þór Steinþórsson var valinn bestur. Aaryn Ellenberg, leikmaður liðsins, var svo valin besti leikmaður seinni hluta deildarinnar. Hún og Berglind Gunnarsdóttir eru svo fulltrúar Snæfells í úrvalsliðinu.

Innan raða Keflavíkur fengu þær Salbjörg Ragna Sævarsdóttir og Birna Valgerður Benónýsdóttir viðurkenningar; Salbjörg sem besti varnarmaður seinni hluta deildarinnar og Birna Valgerður sem besti ungi leikmaðurinn. Þá var Thelma Dís Ágústsdóttir valin í úrvalsliðið.

Þær Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, Skallagrími, og Ragna Margrét Brynjarsdóttir, Stjörnunni, eru svo í úrvalsliðinu og þá var hinn þrautreyndi Sigmundur Már Herbertsson valinn besti dómarinn í seinni hluta umferðarinnar.

Úrslitakeppnin hefst annað kvöld með leik Snæfells og Stjörnunnar.

Úrvalslið seinni hluta Dominos-deildar kvenna 2016-2017:
Aaryn Ellenberg, Snæfelli
Berglind Gunnarsdóttir, Snæfelli
Thelma Dís Ágústsdóttir, Keflavík
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, Skallagrími
Ragna Margrét Brynjarsdóttir, Stjörnunni

Besti leikmaður seinni hluta deildarinnar:
Aaryn Ellenberg, Snæfelli

Besti þjálfari seinni hluta deildarinnar:
Ingi Þór Steinþórsson, Snæfelli

Besti varnarmaður seinni hluta deildarinnar:
Salbjörg Ragna Sævarsdóttir, Keflavík

Besti ungi leikmaður seinni hluta deildarinnar:
Birna Valgerður Benónýsdóttir, Keflavík

Besti dómari seinni hluta deildarinnar:
Sigmundur Már Herbertsson

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert