Skallagrímur og Vestri sigruðu

Nemanja Knezevic skoraði 26 stig og tók 25 fráköst fyrir …
Nemanja Knezevic skoraði 26 stig og tók 25 fráköst fyrir Vestra gegn Breiðabliki. Ljósmynd/Vestri.is

Skallagrímur hélt áfram sigurgöngu sinni í 1. deild karla í körfuknattleik í gærkvöld og Vestri galopnaði toppbaráttuna með því að sigra Breiðablik á sannfærandi hátt á Ísafirði.

Skallagrímur vann Fjölni, 101:98, í hörkuspennandi leik í Grafarvogi og er með 18 stig á toppnum eftir tíu leiki. Samuel Prescott skoraði 46 stig fyrir Fjölni en það dugði ekki til. Aaron Clyde Parks gerði 35 stig fyrir Borgnesinga.

Vestri vann Breiðablik, 96:80. Blikar eru áfram í öðru sæti með 14 stig, eins og Snæfell, en Vestri er með 12 stig og á leik til góða. Svartfellingurinn Nemanja Knezevic skoraði 26 stig  fyrir Vestra og tók 25 fráköst.

Hamar er líka kominn með 12 stig eftir sigur á Skagamönnum, 95:88, í Hveragerði.

Vestri - Breiðablik 96:80

Ísafjörður, 1. deild karla, 01. desember 2017.

Gangur leiksins:: 4:12, 6:15, 12:18, 15:23, 17:33, 26:36, 31:39, 43:39, 49:41, 61:43, 67:49, 76:53, 82:59, 89:63, 94:72, 96:80.

Vestri: Nemanja Knezevic 26/25 fráköst, Björn Ásgeir Ásgeirsson 23/5 stoðsendingar, Nebojsa Knezevic 21/10 fráköst/9 stoðsendingar, Ingimar Aron Baldursson 12/5 stoðsendingar, Nökkvi Harðarson 6, Adam Smari Olafsson 5/4 fráköst, Gunnlaugur Gunnlaugsson 3.

Fráköst: 31 í vörn, 16 í sókn.

Breiðablik: Jeremy Herbert Smith 25/13 fráköst/5 stoðsendingar, Ragnar Jósef Ragnarsson 12, Orri Hilmarsson 11/4 fráköst, Halldór Halldórsson 9/5 fráköst, Leifur Steinn Arnason 7/6 fráköst, Árni Elmar Hrafnsson 7/5 fráköst/8 stoðsendingar, Matthías Örn Karelsson 6, Hafþór Sigurðarson 3.

Fráköst: 24 í vörn, 13 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Sveinn Bjornsson.

Fjölnir - Skallagrímur 98:101

Dalhús, 1. deild karla, 01. desember 2017.

Gangur leiksins:: 7:4, 11:11, 19:15, 25:20, 31:28, 38:36, 45:40, 51:49, 58:56, 63:61, 73:66, 78:76, 88:84, 92:91, 93:98, 98:101.

Fjölnir: Samuel Prescott Jr. 46/10 fráköst, Sigvaldi Eggertsson 23/6 fráköst, Rafn Kristján Kristjánsson 12/6 fráköst, Jón Rúnar Baldvinsson 6/5 fráköst, Alexander Þór Hafþórsson 5/8 fráköst/5 stoðsendingar, Sigmar Jóhann Bjarnason 3, Hlynur Logi Ingólfsson 2, Davíð Alexander H. Magnússon 1.

Fráköst: 28 í vörn, 10 í sókn.

Skallagrímur: Aaron Clyde Parks 35, Eyjólfur Ásberg Halldórsson 26/9 fráköst, Darrell Flake 19, Kristófer Gíslason 8, Davíð Guðmundsson 5, Hjalti Ásberg Þorleifsson 5, Kristján Örn Ómarsson 3/4 fráköst.

Fráköst: 19 í vörn, 7 í sókn.

Dómarar: Halldor Geir Jensson, Gunnlaugur Briem.

Hamar - ÍA 95:88

Hveragerði, 1. deild karla, 01. desember 2017.

Gangur leiksins:: 14:5, 20:12, 27:20, 34:26, 34:30, 36:40, 41:43, 43:45, 54:50, 62:55, 68:57, 70:63, 73:67, 80:77, 83:79, 95:88.

Hamar: Julian Nelson 29/8 fráköst, Larry Thomas 21/5 stolnir, Jón Arnór Sverrisson 16/12 fráköst/6 stoðsendingar, Oddur Ólafsson 8, Þorgeir Freyr Gíslason 8/5 fráköst, Dovydas Strasunskas 7, Ísak Sigurðarson 6/6 fráköst.

Fráköst: 28 í vörn, 8 í sókn.

ÍA: Marcus Levi Dewberry 30/6 fráköst/6 stoðsendingar, Jón Orri Kristjánsson 20/5 fráköst, Björn Steinar Brynjólfsson 9/10 fráköst, Sigurður Rúnar Sigurðsson 8/4 fráköst, Jón Frímannsson 6, Ármann Örn Vilbergsson 6/5 fráköst, Andri Jökulsson 5, Helgi Hrafn Þorláksson 2, Pálmi Snær Hlynsson 2.

Fráköst: 36 í vörn, 5 í sókn.

Dómarar: Jóhannes Páll Friðriksson, Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert