Haukar yfir í einvíginu

Heiðrún Hlynsdóttir með boltann gegn Stjörnunni.
Heiðrún Hlynsdóttir með boltann gegn Stjörnunni. mbl.is/Óttar Geirsson

Haukar höfðu betur gegn Stjörnunni í átta liða úrslitum Íslandsmóts kvenna í körfubolta, 80:78 í þriðja leik liðanna á Ásvöllum í kvöld. 

Leikurinn byrjaði jafn og það munaði aðeins einu stigi á liðunum í fyrsta leikhluta en staðan var þá 20:19.

Kolbrún María Õrmannsdóttir byrjaði svo seinni hálfleik vel fyrir gestina og skoraði þrist en svo dró aðeins úr Stjörnukonum. Haukar voru tíu stigum yfir undir lok fyrri hálfleiks en Stjarnan skoraði fimm stig í röð og minnkaði muninn í 40:35.

Kolbrún skoraði níu stig í fyrsta leikhluta og var með tólf stig í hálfleik. Stigahæst hjá Haukum í hálfleik var svo Tinna Guðrún með níu stig.

Í þriðja leikhluta voru Haukar með öll völd á leiknum og ekkert virtist ganga upp hjá gestunum. Honum lauk með tíu stiga mun, 67:57.

Fjórði leikhluti byrjaði svipað og þriðji en smátt og smátt saxaði Stjarnan á forskotið og það voru aðeins einu stigi á liðunum þegar það var mínúta eftir af leiknum. Bæði lið gerðu klaufaleg mistök eftir það í sókn en Haukar komust yfir í stöðuna 78:74 þegar lítið var eftir. Gestirnir höfðu tækifæri á að jafna leikinn með lokaskotinu en Ísold náði ekki að nýta það.

Staðan er 2:1 fyrir Haukum í einvíginu og liðin mætast svo aftur 21. apríl.

Haukar 80:78 Stjarnan opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert