Emil og Kolfinna sigruðu í borðtennis

Borðtenniskeppni Reykjavíkurleikanna fór fram í TBR húsunum.
Borðtenniskeppni Reykjavíkurleikanna fór fram í TBR húsunum. Sportmyndir.is

Emil Oskar Ohlsson frá Svíþjóð og Kolfinna Bjarnadóttir úr HK sigruðu í borðtenniskeppni Reykjavíkurleikanna sem fram fór í TBR-húsinu í gær. Flestir bestu leikmenn landsins léku í karla- og kvennaflokk auk erlendra leikmanna sem komu frá Svíþjóð, Rúmeníu, Ungverjalandi og Slóvakíu. Mótið var mjög vel heppnað og var mikið um skemmtilega og spennandi leiki.

Emil Oskar Ohlsson frá Svíþjóð lék gegn Daða F. Guðmundssyni úr Víkingi í undanúrslitum og úr varð æsispennandi viðureign þar sem Emil sigraði að lokum 4-3 (11-7, 9-11,10-12, 3-11, 12-10 og 11-9). Í hinum undanúrslitaleiknum lék Csanad frá Ungverjalandi gegn Magnúsi K. Magnússyni úr Víkingi. Csanad sigraði í jöfnum og skemmtilegum leik 4-3 (11-9, 11-9, 11-9, 6-11, 8-11, 8-11 og 11-7). Til úrslita í karlaflokki léku því Emil Oskar frá Svíþjóð og Csanad frá Ungverjalandi. Ungverjinn sigraði nokkuð örugglega 4-0 (11-3, 11-4, 11-8 og 11-4).

Í kvennaflokki sigraði Sigrún Ebba Tómasdóttir, KR, Guðrúnu Björnsdóttur, KR, 4-2 (7-11, 11-5, 11-8, 7-11, 11-7 og 11-9) í undanúrslitum. Í hinum undanúrslitaleiknum sigraði Kolfinna Bjarnadóttir, HK, Aldísi Rún Lárusdóttur, KR, 4-0 (11-5, 14-12, 11-8 og 11-9). Úrslitaleikinn léku því Kolfinna Bjarnadóttir, HK, og Sigrún Ebba Tómadóttir, KR. Úr varð hörkuleikur þar sem Kolfinna sigraði að lokum 4-2 (11-5, 6-11, 11-4, 8-11, 11-7 og 13-11).

Stutt myndskeið úr undanúrslitaleik Daða og Emils má sjá hér: Daði nálægt sigri

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert