Kína lánar meira til þróunarlanda en Alþjóðabankinn

Kínverjar flytja ekki bara út vörur heldur einnig fjármagn.
Kínverjar flytja ekki bara út vörur heldur einnig fjármagn. Reuter

Kínversk stjórnvöld lána meira til þróunarlanda en sjálfur Alþjóðabankinn. Þetta kemur fram í nýrri samantekt breska blaðsins Financial Times.

Samkvæmt Financial Times þá lánaði Kínverski þróunarbankinn og Kínverski inn- og útflutningsbankinn að minnsta kosti 110 milljarða Bandaríkjadala til stjórnvalda og fyrirtækja í þróunarríkjum á árunum 2009 til 2010. Á sama tíma námu lán Alþjóðabankans til þróunarríkja um 100 milljörðum dala.

Kínverski þróunarbankinn og Kínverski inn- og útflutningsbankinn eru í ríkiseigu og felst útlánastefna þeirra að sögn breska ríkisútvarpsins, BBC, að tryggja hagsmuni stjórnvalda fremur en að hámarka hagnað. Bankarnir tveir gefa ekki út sundurliðanir á útlánum og þar af leiðandi þurfti Financial Times að styðjast við opinberar yfirlýsingar um útlán. Að sögn BBC þýðir þetta að bankarnir hafi í raun lánað mun meira til þróunarlanda á tímabilinu þar sem að ekki hefur verið tilkynnt um viðkvæma lánafyrirgreiðslu.


mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK