Tchenguiz íhugar að stefna Kaupþingi

Vincent Tchenguiz.
Vincent Tchenguiz. AFP

Breski kaupsýslumaðurinn Vincent Tchenguiz íhugar nú að stefna Kaupþingi vegna rannsóknar sem hann sætti í tengslum við viðskipti hans við bankann. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. 

Þar segir að Tchenguiz hafi fengið óháð teymi lögfræðinga til að skoða hvort grundvöllur sé fyrir hann að höfða mál á hendur Kaupþingi. Ástæðan er rannsókn bresku efnahagsdeildarinnar á viðskiptum hans við bankann. 

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa lögfræðingar Tchenguiz þegar hafið störf. Blaðið segir heimildamenn segja að einnig sé verið að skoða hvort höfða eigi mál gegn endurskoðunarfyrirtækinu Grant Thornton í Bretlandi, en starfsmenn fyrirtækisins hafi  talið að félög í eigu Tchenguiz hafi lagt fram falsaða pappíra þegar þau fengu lán frá Kaupþingi.

Efna­hags­brota­deild bresku lög­regl­unn­ar (SFO) samdi í sumar við Vincent Tchenguiz um bætur vegna óréttmætrar handtöku á honum þegar embættið skoðaði tengsl hans við Kaupþing banka. Bæturnar námu tæplega 600 milljónum króna. Bróðir hans. Robert Tchenguiz, fékk einnig bætur vegna sama máls, eða tæpar 300 milljónir króna. 

Rann­sókn SFO á bræðrun­um og fjár­fest­inga­fé­lög­um þeirra kom til vegna falls Kaupþings og tengsla þeirra við bank­ann. Dav­id Green, for­stjóri SFO, hef­ur beðið bræðurna af­sök­un­ar á hand­tök­un­um og að sátt hafi náðst í mál­inu án kostnaðarsamra rétt­ar­halda.

Árið 2012 tók dóm­stóll til baka hús­leit­ar­heim­ild sem SFO hafði verið veitt, en við skoðun máls­ins kom í ljós að SFO hafði ekki verið með nein­ar ör­ugg­ar heim­ild­ir fyr­ir þeim ásök­un­um sem lágu að baki hús­leit­ar­beiðninni.

Frétt mbl.is: Yfirvöld semja við Tchenguiz-bræður

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK