Ekkert heyrst frá Lindu Pé

Linda Pétursdóttir
Linda Pétursdóttir

Linda Pétursdóttir hefur ekkert aðhafst gegn fasteignafélaginu Regin vegna Baðhússins en líkt og greint var frá í desember sagðist Linda vera að kanna réttarstöðu sína vegna húsnæðisins í Smáralind.

Í janúar greindi mbl frá því að Baðhúsið hefði verið úrskurðað gjaldþrota. Líkamsræktarstöðinni var þá lokað í desember en Linda sagði að rekstr­ar­grund­vell­in­um hefði verið kippt und­an fyr­ir­tæk­inu þegar lof­orð um af­hend­ing­ar­tíma voru svik­in auk þess sem hús­næðið hefði verið hálf­klárað við af­hend­ingu og iðnaðar­menn hefðu sí­fellt verið and­andi ofan í háls­málið á viðskipta­vin­um.

Þá sendi hún frá sér yfirlýsingu sem sagði að hún væri að skoða meintan aðstöðumunn við gerð leigu­samn­ings sem og aðra samn­ings­gerð.

Listdansskóli í húsnæðið

Samkvæmt upplýsingum frá Reginn hefur ekkert heyrst um slíkt frá Lindu. Þá er framkvæmdum að fullu lokið og mun Plié listdansskóli flytja í húsnæðið í maí.

Pilé var áður starfræktur á tveimur stöðum; í Kirkjulundi í Garðabæ og Nethyl í Reykjavík. Plié Listdansskóli býður uppá nám í ballet, jazz, dansfjöri, steppi, modern & broadway dönsum fyrir stráka og stelpur.

Fréttir mbl.is:

Baðhúsið gjaldþrota

Hvala­skoðun í stað Baðhúss­ins

End­ur­greiða ekki gjafa­kort­in

Linda Pé kannar réttarstöðu sína

Riftu samn­ingi Baðhúss­ins vegna vanefnda

Linda Pé lok­ar Baðhús­inu

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK