Endurgreiða ekki gjafakortin

Linda Pétursdóttir er hætt reksti Baðhússins.
Linda Pétursdóttir er hætt reksti Baðhússins.

Gjafakort í Baðhúsið verða ekki endurgreidd en hins vegar geta þeir sem keyptu gjafakort eftir þann 1. júní innleyst það í formi almenns korts í líkamsrækt í Sporthúsinu, sé það gert fyrir 31. janúar næstkomandi. Hægt verður að innleysa kortin eftir 15. desember.

Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu Baðhússins en ekki hefur náðst í Lindu Pétursdóttur, eiganda Baðhússins vegna málsins.

Þá kemur einnig fram að allir KK samningar hafa verið felldir niður og innheimta mánaðargjalda hætt. Handhöfum býðst þó að æfa, þeim að kostnaðarlausu, í Sporthúsinu til 31. janúar 2015. Öll staðgreidd kort munu gilda áfram út samningstímann í Sporthúsinu.

Facebook síðunni lokað

Linda tilkynnti um lokun Baðhússins á miðvikudag þar sem hún sagði að um sorgleg tímamót væri að ræða þar sem ít­rekaðar seinkan­ir á af­hend­ingu hús­næðis­ins, ófull­nægj­andi ástand þess og hávaði sök­um fram­kvæmda hefði truflað rekst­ur­inn. Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins fasteignafélags, sem á húsnæði Baðhússins, sagði í gær í samtali við mbl að leigusamningnum hefði verið rift vegna vanefnda. Linda hafnar þessu alfarið og segir málinu öfugt farið.

Fjölmargir sem sögðust hafa keypt gjafakort í jólagjafir spurðust fyrir um þau á Facebook síðu Baðhússins í gær. Síðunni hefur nú verið lokað.

Frétt mbl: Riftu samning Baðhússins vegna vanefnda

Frétt mbl: Linda Pé lokar Baðhúsinu

Frétt mbl.is: Linda Pé kannar réttarstöðu sína

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK