Snakk er ekki bara snakk

Snakk er í mörgum tollflokkum.
Snakk er í mörgum tollflokkum. Jim Smart

Snakk er ekki bara snakk. Það er í mismunandi tollflokkum allt eftir því hvort niðursneiddar kartöflur, kartöfluflögur eða maís er notaður í framleiðsluna. 

Til stendur að fella niður 59 prósent toll á snakk framleitt úr niðursneiddum kartöflum. Samkvæmt innflutningstölum frá nóvember 2014 til október 2015 gæti sú aðgerð ein og sér sparað neytendum 162 milljónir króna á ári.

Snakk er í nokkrum mismunandi tollflokkum líkt og Félag atvinnurekenda greinir frá á heimasíðu sinni, allt frá 7,5 prósentum og upp í 59 prósent.

Samtökin benda á að fyrrnefndir tollar séu ekki að vernda íslenska kartöflubændur. Innlendir snakkframleiðendur, Iðnmark og Þykkvabæjar, anni aðeins litlu broti innanlandsmarkaðar fyrir snakk.

Bent er á að í kartöflusnakk fyrrnefndra fyrirtækja sé notað lítið sem ekkert af innlendum kartöflum, heldur er það eftir því sem næst verður komist að stærstum hluta búið til úr innfluttu kartöflumjöli sem ber lága eða enga tolla.

„Og séu einhverjir tollar á aðföngum til þessara tveggja fámennu vinnustaða sem anna litlu broti af innanlandseftirspurn er algjörlega fráleitt að rukka neytendur um hundruð milljóna króna í toll af öllu hinu snakkinu sem borðað er á Íslandi; það er nær að afnema líka tollana af aðföngunum.“

„Það eina sem er verið að vernda er iðnaðarframleiðsla tveggja fyrirtækja, að mestu leyti úr erlendum aðföngum. Verndartollar fyrir iðnaðarframleiðslu áttu hins vegar fyrir löngu að heyra sögunni til. Neytendur bera tjónið af þessari vernd fyrir tvo litla vinnustaði og greiða alltof hátt verð fyrir innfluttar vörur,“ segja Félag atvinnurekenda.

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA.
Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK