Lok og læs yfir EM

Útibúum Íslandsbanka og Arion banka verður lokað snemma í dag.
Útibúum Íslandsbanka og Arion banka verður lokað snemma í dag. Skjáskot/Íslandsbanki

Vinnan, viðskipti og flest eitthvað annað en fótbolti virðist fáum ofarlega í huga í dag. Fjölmörg fyrirtæki ætla að skella snemma í lás og gefa starfsmönnum færi á að fylgjast með íslenska landsliðinu. Enda eflaust ekki eftir miklum viðskiptum að slægjast á þessum tíma.

Leikur Íslands og Austurríkis hefst klukkan 16 og virðast flestir ætla að vera tilbúnir við skjáinn á þeim tíma.

Til dæmis má nefna að öllum útibúum Arion banka og Íslandsbanka verður lokað klukkan 15:30 í dag og sömu sögu er að segja hjá Landsbankanum. Þá ætla tryggingafélögin VÍS, Sjóvá, TM og Vörður að skella í lás og fleiri fyrirtæki bætast í hópinn með hverri mínútu sem líður. Fjölmörgum minni verslunum á borð við Dorma, Fiskikónginn og Brim verður einnig lokað.

Ekki er einungis útlit fyrir magnaða stemmningu á Íslandi heldur hafa þegar verið seldir 76 þúsund aðgöngumiðar á Stade de France í París þar sem leikurinn fer fram í dag. Er því nánast uppselt á leikinn þar sem völlurinn tekur um 77 þúsund manns í sæti. Talið er að um níu þúsund ís­lensk­ir áhorf­end­ur verði á Stade de France í dag, eða um 2,7 prósent þjóðarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK