Vilja pall við Lækjarbrekku

Veitingastaðurinn Lækjarbrekka var opnaður árið 1981 í einu elsta húsi …
Veitingastaðurinn Lækjarbrekka var opnaður árið 1981 í einu elsta húsi Reykjavíkur við Bankastræti. mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Nýr eigandi Lækjarbrekku hefur tekið tvo veislusali hússins í gegn og endurnýjað þá að fullu. Nú hefur hann sótt um leyfi til að byggja pall fyrir framan veitingastaðinn en ætlunin er að hafa hann opinn gestum á sumrin.

Perlan ehf., sem áður hélt utan um veitingahúsið í Perlunni, tók yfir rekstur Lækjarbrekku um áramótin. Að sögn Stefáns Elís Stefánssonar yfirmatreiðslumanns hafa veislusalirnir tveir verið opnaðir aftur eftir breytingar. Þá stendur einnig til að gera einhverjar breytingar innanhúss en Stefán segir það þó vera snúið þar sem húsið er að miklu leyti friðað.

Hefur hann einnig sótt um leyfi til Reykjavíkurborgar til að byggja pall fyrir framan veitingastaðinn. Hingað til hefur verið opnað út í portið á bak við Lækjarbrekku á sumrin þar sem gestir geta setið úti. Vill hann koma slíkri aðstöðu fyrir framan húsið og segist hann vilja hafa pallinn eins stóran og borgin mögulega leyfir. Stefán segir svæðið vera þéttsetið á góðviðrisdögum og telur að pallurinn yrði vinsæll. Vonir standa til þess að opna svæðið fyrir sumarið en það veltur á leyfum frá borginni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK