Hagnaður dróst saman vegna reglugerða

Ljósmynd/Aðsend

Fjarskipti, móðurfélag Vodafone á Íslandi, hagnaðist um 290 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Hagnaður félagsins á sama tímabili í fyrra var 391 milljónir króna og dróst hann því saman um 26% milli ára. Forstjóri Fjarskipta rekur samdráttinn til reglugerðabreytinga í reiki. 

Tekjur félagsins námu 3.437 milljónum króna og standa í stað samanborið við þriðja ársfjórðung 2016. Framlegð 1.550 milljónir og lækkaði um 6% miðað við sama tímabil á síðasta ári. 

EBITDA-hagnaður nam 853 milljónir króna og lækkar um 8% milli ára en EBITDA-hlutfallið var 24,8% og EBIT hlutfall 13,3% á fjórðungnum. Eiginfjárhlutfall í lok tímabilsins nam 50,4%

Í tilkynningu um uppgjörið er haft eftir Stefáni Sigurðssyni, forstjóra Vodafone að rekstur þriðja fjórðungs hafi einkennst af áhrifum af reglugerðabreytingu í reiki sem hafi haft umtalsvert neikvæð áhrif á farsímatekjur félagsins borið saman við sama tímabil 2016. 

„Áhrif breytingarinnar gæta mest á þriðja fjórðungi sem hefur verið lang stærsti reikifjórðungur vegna ferðalaga viðskiptavina og munu áhrifin vera hlutfallslega minni á öðrum fjórðungum auk þess sem mótvægisaðgerðir munu hafa áhrif til dæmis á næsta fjórðungi og á árinu 2018.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK