Kosningar hafnar hjá Almenna lífeyrissjóðnum

Yfir 50 þúsund sjóðfélagar hafa atkvæðisrétt í kosningunum.
Yfir 50 þúsund sjóðfélagar hafa atkvæðisrétt í kosningunum. mbl.is/Ómar Óskarsson

Kosningar til stjórnar Almenna lífeyrissjóðsins hófust í hádeginu og standa yfir fram til 3. apríl. Kosningarnar eru rafrænar og kosið er um tvö laus sæti í aðalstjórn og eitt sæti í varastjórn.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almenna lífeyrissjóðnum.

„Að þessu sinni eru laus sæti tveggja kvenna í aðalstjórn en eins karls eða konu í varastjórn,“ segir í tilkynningunni.

Eingöngu sjóðfélagar geta boðið sig fram og eingöngu sjóðfélagar geta kosið á milli þeirra. Yfir 50 þúsund sjóðfélagar hafa atkvæðisrétt í kosningunum. 

Úrslit kosninganna verða kynnt á ársfundi sjóðsins sem haldinn verður fimmtudaginn 4. apríl 2024 á Hilton Reykjavik Nordica kl. 17.15.

Þrjár konur eru í framboði til aðalstjórnar:
- Arna Guðmundsdóttir
- Elva Ósk Wiium
- Heiða Óskarsdóttir

Sex eru í framboði til varastjórnar:
- Elva Ósk Wiium
- Gunnar Hörður Sæmundsson
- Hans Grétar Kristjánsson
- Heiða Óskarsdóttir
- Kristján Þórarinn Davíðsson
- Kristófer Már Maronsson

Sérstakur kosningavefur er opinn á heimasíðu Almenna lífeyrissjóðsins þar sem hægt er að kynna sér frambjóðendur til stjórnar 2024 og greiða atkvæði. Kosningum lýkur miðvikudaginn 3. apríl klukkan 16.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK