Haraldur Örn - haus
8. september 2010

Gönguskór

gonguskorÞað er fátt mikilvægara í gönguferðum en góðir gönguskór. Mikilvægt er að gönguskór séu af réttri stærð, passi vel á fótinn, séu vatnsheldir og gefi nægjanlegan stuðning. Það er heilmikil ákvörðun að kaupa sér gönguskó í dag enda geta þeir kostað allt að 60.000 krónum. Margir hafa því frestað kaupum á nýjum skóm en ekki er ráðlegt að gera það framúr hófi.

Skór hafa þróast töluvert á síðustu árum og áratugum. Fyrstu skórnir sem ég gekk á voru þykkir og þungir en nær ódrepandi.  Í dag eru flestir skór mun þægilegri og léttari en á mót eru þeir oft ekki eins endingargóðir. Það borgar sig til lengri tíma að velja vandaðri skó fremur en ódýra skó. Aðal atriðið er að manni líði vel í skónum og þeir uppfylli þær þarfir manns. Verðmiðinn einn og sér segir ekki alla söguna. Fætur fólks eru mjög mismunandi og hver og einn verður að finna hvað hentar best. Það getur verið nokkuð erfitt enda getur stutt mátun í verslun varla sagt til um hvernig manni líður í fótunum eftir dagsgöngu í skónum. Það hjálpar þó mikið að fá skó í heimlán og máta þá í ró og næði heima í stofu.

mynd
30. apríl 2010

Mannbroddar

Mannbroddar eru nauðsynlegur búnaður á flestum jöklaferðum og erfiðari fjallgöngum að vetri til. Margir hafa stigið sín fyrstu skref á broddum í hlíðum Hvannadalshnúks og upplifað hversu gott grip þeir veita í snjó og ís. Gaddarnir eru flugbeittir og vissara að beita þeim rétt. Ekki er mælt með að stíga á tærnar á ferðafélögunum eða krækja þeim í buxnaskálmar. Slíkt vill þó henda þegar þessi… Meira
mynd
12. apríl 2010

Göngustafir

Göngustafir þykja nú sjálfsagður búnaður til fjalla. Það eru þó ekki langt síðan þeir fóru að njóta mikilla vinsælda. Þegar ég byrjaði að stunda fjallgöngur voru stafir aðeins notaðir ef skíði voru undir fótum. Ég var nokkuð lengi að taka þá í sátt en nú skil ég þá ekki við mig í ákveðnum fjallgöngum. Ég nota göngustafi helst þar sem er nokkur bratti. Sérstaklega kann ég vel við þá… Meira
mynd
9. apríl 2010

Garmin Oregon 550

Að undanförnu hef ég verið að prófa nýtt GPS, Garmin Oregon 550. Tækið tilheyrir nýrri kynslóð tækja með snertiskjá og fullt af möguleikum svo sem vegleiðsögn og möguleika að sjá kort í þrívídd. Í tækinu er myndavél og hægt er að tengja púlsmæli við það svo eitthvað sé nefnt. Það fyrsta sem vekur athygli er hversu bjartur skjárinn er og auðvelt að skoða landakortið í tækinu. Nýjar skyggingar… Meira
mynd
6. apríl 2010

Svefnpokar

Eitt af því sem ég kann best að meta af búnaðinum mínum er svefnpokinn. Það er virkilega góð tilfinning að skríða í hlýjan svefnpoka eftir góðan dag á fjöllum. Að vera kalt á nóttunni er hins vegar uppskrift að vanlíðan og tekur fljótt ánægjuna úr ferðinni. Alltof algengt er að fólk tali um kulda í útilegum og forðist þær jafnvel af þeim sökum. Það er alger óþarfi að láta sér verða… Meira
mynd
24. febrúar 2010

GPS tæki

  GPS-tæki eru nauðsynlegur útbúnaður í öllum fjallaferðum nútímans. Þessi litlu undratæki að viðbættum tveimur litlum og frískum rafhlöðum koma í veg fyrir allar villur. Hér áður fyrr gat maður fengið kvíðahnút í magann ef að þoka skall á upp til fjalla en nú getur maður slakað á í vissu þess að GPS-tækið mun benda á rétta leið. Þessi tæknibylting hefur þó skapað nýtt vandmál: Hvernig… Meira