Það eru ekki bara Norðmennirnir Børge Ousland og Thorleif Thorleifsson sem eru fyrstir manna að gera tilraun til að sigla norðaustur- og norðvesturleiðina á einu sumri. Áhöfn rússnesku skútunnar Peter fyrsti er einnig með sama markmið og hefur keppnin verið æsispennandi. Báðar skúturnar eru nýkomnar til Alaska og eru hnífjafnar. Aðferðarfræðin er mjög ólík hjá áhöfnunum. Norðmennirnir nota litla, létta og hraðskreiða trimaran skútu en Rússarnir eru á stórri stálskútu sem hefur verið styrkt sérstaklega fyrir siglingu í norðurhöfum. Það verður gaman að fylgjast með keppninni næstu vikur.