Haraldur Örn - haus
Þú ert hér: Haraldur Örn > Hítarvatn
12. júlí 2010

Hítarvatn

Hitarvatn Hítarvatn á Mýrum er einstakur staður og ein af perlum Íslands. Þar eru miklir útivistarmöguleikar og náttúrufegurðin einstök. Meðal lengri gönguleiða á svæðinu má nefna Geirhnúk, Smjörhnúk og Tröllakirkju sem eru allir háir tindar (allir um 900 metra háir tindar). Þeir sem vilja byrja smátt geta til dæmis gengið á Hólminn sem er aðeins í 344 metra hæð yfir sjávarmáli og hentar því vel yngri göngumönnum. Fyrir veiðimenn er einnig spennandi að renna fyrir fisk í vatninu eða í Hítará.