Haraldur Örn - haus
2. september 2010

Svipmyndir frá Afríku

IMG_2164Afríka lætur engan mann ósnortinn. Þegar maður hefur einu sinni heimsótt þessa heimsálfu þá togar hún alltaf í mann aftur. Hér hægra megin eru nokkrar myndir úr ferðum mínum til Kenýa og Tanzaníu sem alltaf er gaman að skoða.

mynd
31. ágúst 2010

Kilimanjaro, hvenær á að fara?

Kilimanjaro (5.895m.) hefur fengið mikla athygli að undanförnu meðal íslensks fjallafólks. Ég hef farið þrisvar á þetta hæsta fjall Afríku og eru það meðal bestu fjallaferða sem ég hef farið.  Þar sem fjallið er nálægt miðbaug er hægt að fara á það á öllum árstímum. Það eru þó tvö tímabil sem eru skilgreind sem þurrkatímabil og kjósa flestir fjallgöngumenn að fara þá. Þessi tímabil eru annars… Meira
mynd
12. júlí 2010

Hítarvatn

Hítarvatn á Mýrum er einstakur staður og ein af perlum Íslands. Þar eru miklir útivistarmöguleikar og náttúrufegurðin einstök. Meðal lengri gönguleiða á svæðinu má nefna Geirhnúk, Smjörhnúk og Tröllakirkju sem eru allir háir tindar (allir um 900 metra háir tindar). Þeir sem vilja byrja smátt geta til dæmis gengið á Hólminn sem er aðeins í 344 metra hæð yfir sjávarmáli og hentar því vel yngri… Meira
mynd
29. júní 2010

Smjörhnúkur

Smjörhnúkur og Tröllakirkja eru fallegir tindar í nágrenni Hítarvatns sem ekki margir þekkja. Óhætt er að mæla með þessum glæsilegu tindum en ekki eru eggjar Smjörhnúks fyrir lofthrædda. Þar er einstigi á köflum og betra að vera fótviss. Tröllakirkjan er hins vegar flöt að ofan og þægileg uppgöngu.  Til að komast að þessum fallegu fjöllum er fyrst ekið að Hítarvatni og síðan að Þórarinsdal.… Meira
mynd
14. apríl 2010

Hrútsfjallstindar

Hrútsfjallstindar (1.875m) í Öræfum eru meðal glæsilegustu fjalla landsins. Þeir eru milli Skaftafellsjökuls og Svínafellsjökuls og er næsti nágranni þeirra sjálfur Hvannadalshnúkur. Ganga á Hrútsfjallstinda er í algerum sérflokki með óviðjafnanlegu útsýni. Þetta er krefjandi ganga og hentar til dæmis þeim sem hafa þegar gengið á Hvannadalshnúk og vilja takast á… Meira
mynd
5. mars 2010

Grímannsfell

Fjöllin og fellin í nágrenni höfuðborgarinnar eru mörg. Eitt þeirra er Grímannsfell við Mosfellsdal. Gangan á þetta lítt þekkta fell er mjög skemmtileg og góð tilbreyting við Esjugöngurnar sem margir stunda. Hér er stutt lýsing á fjallgöngunni: Ökuferðin: Frá Reykjavík er ekið upp Mosfellsdal. Rétt áður en komið er að Gljúfrasteini er beygt til hægri inn Helgadal. Ekið er eftir þeim afleggjara um… Meira
mynd
2. mars 2010

Tindfjöll

Eitt af mínum uppáhalds fjöllum á Íslandi eru Tindfjöll. Hæstu tindarnir eru tveir og nefnast Ýmir 1.462m. og Ýma 1.448m. Við tindana er Tindfjallajökull sem er fremur smár og hefur nokkuð hopað undanfarin ár. Útsýnið er ægifagurt yfir Eyjafjallajökul, Mýrdalsjökul, Fjallabak og Heklu svo eitthvað sé nefnt. Að standa á þessum tindum á góðum degi er sannanlega ógleymanlegt. Innst í Fljótshlíð… Meira
mynd
26. febrúar 2010

Kerhólakambur

Esjan er vinsælasta fjall landsins enda ganga þúsundir á hana árlega. Flestir fara hina hefðbundnu leið frá Mógilsá á Þverfellshorn. Fjölmargir fara þessa leið vikulega eða oftar sem líkamsrækt. En það eru fleiri leiðir á Esjuna sem vert er að gefa gaum. Hér er lýsing á leiðinni á Kerhólakamb sem er hiklaust hægt að mæla með.  Ökuferðin: Ekið er frá Reykjavík og í átt að Kjalarnesi. Eftir að… Meira