Karen Axelsdóttir - haus
Þú ert hér: Karen Axels > Fyrir byrjendur
6. mars 2010

Fyrir byrjendur

inntraut1Ég er oft spurð hvernig ég nenni að eyða púðri í að þjálfa byrjendur. Staðreyndin er einfaldlega sú að ég fæ ef eitthvað er meira út úr því að sjá hversu miklar og jákvæðar breytingar verða á lífi þessa fólk heldur en að sjá afreksfólkið okkar hlaupa 10 sek hraðar í keppni. Fólk er dauðhrætt við hugtök eins og ,,þríþraut“ og heldur að þetta sé bara fyrir íþróttaspírur og ofurmenni en með því að skapa rétta umhverfið og leiða fólk skref fyrir skref komast flestir að því að svo er ekki. Það er tvennt ólíkt  að vera keppnismanneskja eins og ég eða gera þetta sér til gamans og hreystis. Það besta við greinina er að þetta eru greinar sem við stundum öll frá 6 ára aldri og það geta allir ýmist synt, hjólað eða hlaupið. Eini munurinn er að við sameinum þetta þrennt í einni keppni. Mest heillandi við íþróttina finnst mér umfram allt fólkið sem maður kynnist við æfingar. Það skapast ótrúlegur hópandi og vinátta sem nær langt út fyrir leikfimisveggina og eftir því sem fólk verður meira „fit“ þá fer þetta að snúast um sameiginlegar keppnisferðir, hjólaferðir ofl. í þeim dúr.

 

innithraut3Núna á dögunum fór fram innitvíþraut í laugum. Venjulega er tvíþraut hlaup-hjól-hlaup en að þessu sinni var keppt í sundi og hlaupi. Þetta er alveg frábært framtak og einstaklega byrjendavæn keppni þar sem þátttakendur eru innanhúss og þurfa ekki að eiga neinar græjur til að taka þátt. 

Ég mæli með að við Íslendingar höldum þessu áfram en að stofnaður verði svokallaður byrjendaflokkurfyrir þá sem eru að feta sín fyrstu fótspor og gjarnan slakir í sundinu eða hræddir um að vera „of lélegir“. Hér í Bretlandi er nánast alltaf slíkur flokkurog þá eru vegalendir einnig oftast styttri t.d 250 m sund, 5 km hjól og 2,5 km hlaup. Það er dásamlegt að horfa á slíkar keppnir og fylgast með stolltinu og gleðinni þegar fólk klárar en oft er þetta fólk sem hefur ekki hreyft sig í áraraðir. Ég er t.d með tvær húsmæður í þjálfun sem fyrir ári síðan höfðu aldrei farið út fyrir líkamsræktarsalinn en eru núna að taka þátt í 4 daga hjólreiðaferð um skoska hálendið.