Karen Axelsdóttir - haus
8. mars 2010

Nokkur undirbúningsatriði fyrir hlaup

elasticlaces_968453.jpg

Það getur ýmislegt komið uppá á keppnisdag sem hægt að koma í veg fyrir með smá fyrirhyggju. Ég þurfti einu sinni að stoppa í miðri keppni til að rífa af mér þrýsti sokka  sem ég hafði auðvitað aldrei prófað og ullu mér stöðugum krampa. Ég gæti skrifað heila bók um öll mistökin sem ég hef gert í keppni en hér eru helstu atriðin sem ég man eftir fyrir hlaup. 

Farðu yfir fatnað, skótau og annan búnað nokkrum vikum fyrir mót og prófaðu allt sem þú ætlar að nota eða gera á keppnisdag. Þú þarft að ákveða í hvað skóm þú ætlar að hlaupa. Hlauptu í þeim nokkur skipti svo þú sért búin að ganga þá aðeins til en aðallega svo þú fáir ekki hælsæri eða böðrur. Þetta á sérstaklega við lengri hlaup og göngur.

Hlauptu nokkur hlaup í sömu gerð af sokkum og í sama galla til að vera viss um að fatnaðurinn sé þægilegur og nuddist hvergi við þig. Ef hlaupið er í heitu loftslagi þá geturðu prófað gallann innanhúss á hlaupabretti.

Ef þú ert að hlaupa í hita og sól, skalltu íhuga að hlaupa með hvíta létta derhúfu. Berðu á þig sterka sólavörn fyrir svefninn og svo aftur um morgunin. Alls ekki setja vörn fyrir ofan enni um morgunin því það mun líklega leka í andlitið á þér.

compressionsocks1_968454.jpg

Ef þú ætlar að hlaupa með Garmin eða gps úr er gott að vita hve lengi rafhlaðan endist en oft dugar hún bara í 3 tíma eða skemur. Það er fínt að hlaupa með gps úr svo lengi sem þú treystir ekki um of á það og tilveran hrynur ekki ef batteríið deyr. Fyrir styttri vegalendir finnst mér það trufla mig að horfa á klukku og reyni bara að hlaupa eins hratt og ég get.

Í þríþraut hleyp ég berfætt í styttri vegalendum en klæði mig alltaf í sokka ef haupið er lengra en 10 km. Æfið ykkur að hlaupa berfætt í 1-2 skipti ef það er planið hjá ykkur í keppni. Þá er einnig gott að setja smá barna púður í hlaupaskóna. Fjárfestu í ódýrum teygjureimum en þú sparar þér uppí hálfa mínútu að þurfa ekki að reima.