Meiðslin hjá mér eru loksins að koma til eftir tæpa 4 mánuði frá hlaupum. Ég náði þremur stuttum og einni 50 mín hlaupaæfingu þegar ég var í æfingaferð fyrir 2 vikum síðan. Hvíldi svo vel í síðustu viku og held áfram að styrkja hlaupavöðva með stuttum tækni æfingum þessa vikuna.
Það er kanski galið að hlaupa maraþon eftir 180 km á hjóli hvað þá miðað við svona hlaupaundirbúning. Ég er samt búin að fá grænt ljós úr myndatökum um að allt sé í lagi og myndi aldrei gera þetta ef einhver hætta væri á langtíma skaða. Hættan á að ég hoppi aftur í sama farið er auðvitað talsverð og ég geri mér grein fyrir því. Þetta er í fyrsta skipti sem ég er ekki að keppa til að ná ákveðnu sæti en á hinn bóginn er þetta áskorun þar sem það eitt að ná að klára án þess að hafa hlaupið eitt einasta langt hlaup verður strembið.
Þessa dagana er ég að æfa hjól-hlaup eða svolkallaða "BRICK" æfingu á 48 klst fresti. Hinn daginn hvíli ég lappirnar alveg, þe. syndi og geri teygjuæfingar.
Fös | Lau | Sun | Mán | Þrið | Mið | Fim |
Hjól 90 mín Þar af 2x 20 mín á meiri hraða en IM hraði | Sund 60 min Þar af 6 x 500 m með spöðum 15 sek hvíld | Hjól 3 tímar Þar af 3 x 30 mín á meiri hraða | Sund 45 min Tækni-æfingar og 10 x 100 m | Hjól 90 mín Þar af 30 mín á meiri hraða | Sund 45 min James ákveður á morgun | Hjól 60 mín 3 x 10 mín á meiri hraða |
Hlaup 25 mín gert sem 3 mín ca. 4min/km hraði hraði og 3 mín jogg | Hlaup 30 mín rólega á 5.10 mín/km hraða | Hlaup 30 mín Þar af 6 x 1.25 mín léttir sprettir 60 sek hvíld | Hlaup 40 mín Ákveð þegar ég veit hvernig hnéð er. |
Brick æfingar eru frábærar þar sem þær líkjast mest álaginu í keppni. Ég er í keppnisgallanum innanundir og borða sömu sykurgel og ég mun gera á keppnisdag. Ég æfi hluta hjólæfingarinnar á meiri hraða en ég mun gera í Ironman ca. 30 wöttum meira. Hlaupið geri ég allt á mjúku grasi hérna í Richmond park og einblíni á 400 m hámark 1.25 mín. Ef hnéð byrjar eitthvað að stríða mér þá mun ég sleppa hlaupunum alveg og fara aftur í laugina. Mikið er dásamlegt að getað hlaupið aftur :-)