Karen Axelsdóttir - haus
Þú ert hér: Karen Axels > Kaffidrykkja
10. mars 2010

Kaffidrykkja

Í gegnum árin hefur mikið verið rannsakað hvort kaffi sé gott eða slæmt fyrir frammistöðu í íþróttum. Ýmsar rannsóknir http://www.pponline.co.uk/encyc/0652.htm   sýna fram á aukna frammistöðu í sundi, hjólreiðum, róðri og ýmsum hlaupavegalengdum en benda jafnframt á að neyslan þarf að vera í hófi þ.e. 1-2 bollar á dag. Margir íþróttamenn drekka mikið kaffi þar með talin ég sjálf eða 3-4 bolla sem er of mikið.

funny_coffee_968968.jpg

Ég hreinlega elska kaffi eins debetkortayfirlitið mitt sýnir glöggt og eyði meira að segja tíma í að laga kaffi fyrir æfingar kl 5:30 á morgnana. Ég átta mig helst á neikvæðum áhrifum kaffis ef ég fer yfir strikið og er þá mjög ör eða þegar ég reyni að hætta og þjáist þá af syfju og sleni. Eins og ég hef góðan aga þegar kemur að æfingum og mataræði þá er ég hrikalega lin þegar kemur að kaffidrykkju og hreinlega langar ekki að hætta.

Fyrir stórmót hef ég samt tekið mig til og hætt en síðan fengið mér aftur kaffi á keppnisdag til að fá aukið búst. Nú er komið að því að hætta fyrir Ironman keppnina (2 1/2 vika til stefnu). Þetta verður grínlaust einn erfiðasti þáttur undirbúningsins og ég nánst kvíði fyrir morgundeginum. Það verður samt vonandi vel þess virði þegar kemur að Ironman maraþoninu en þar er borið fram flatt kók sem er að margra mati besti orkudrykkur í heimi. Sem sagt kominn hvati til að hlaupa frá einni drykkjarstöð til annarrar ef allt annað þrýtur. Eftir keppni er stefnan að bæta úr þessu óhófi og miða við hámark 2 bolla á dag.

Best að fá sér síðasta bollann!