Ég var á sundæfingu á mánudag og miðvikudag. Ekkert óvanaleg við það nema hvað stakk mig voru samtöl hjá nokkrum félögum mínum. Þegar 20 mín voru eftir af æfingunni og við vorum í strembnu aðalsetti segir einn ,,geðveikt það eru bara 20 mín eftir þannig við náum bara að gera 2/3 af þessu setti" og hinar samræðurnar voru svipaðar eða ,,yes við höfum ekki tíma til að gera erfiðu sprettina í lokin".
Ég fór að spyrja mig af hverju virðast svona margir vera með þetta viðhorf og hver er tilgangurinn með æfingunni hjá þeim sem temja sér svona hugsunarhátt?
Það er einmitt undir lok æfingar þegar þreytan fer að segja til sín þar sem mest bæting getur orðið hvað varðar úthald og andlegan styrk. Einmitt þá reynir á að halda haus, vera slakur og einbeita sér að fullkominni tækni. Þá fyrst byrjar æfingin! Það er hægt að heimfæra þetta á daglegt líf, ertu alltaf að bíða eftir að tíminn líði í stað þess að hámarka ánægju eða afköst á líðandi stundu? Hvernig bregstu við erfiðleikum, tekurðu þeim opnum örmum eða streitistu á móti?
Sama hvað þú ert að æfa og hvort sem tilgangurinn með æfingunni er fitubrennsla eða að verða afreksíþróttamaður. Njóttu augnabliksins og í stað þess að hugsa ,,bara 20 mín eftir" hugsaðu ,,ég ætla að fá sem mest út úr æfingunni næstu 20 mín". Jákvætt viðhorf er að mínu mati svo mikilvægt í íþróttum og lífinu almennt að ég ætla að útbúa sér pistlaflokk tileinkað þessu málefni.