Ég ætlað að leyfa myndunum sem ég tók úr 3 tíma hjólatúr síðast liðið sumar við Breiðafjörðin tala sínu máli varðandi hvað landið okkar hefur uppá að bjóða. Það er einstök upplifun að hjóla í náttúrunni svo ég minnist nú ekki á hversu góð æfing það er!
Á höfuðborgarsvæðinu má nefna Heiðmörk, Krísuvík, Nesjarvallasvæðið og Þingvelli sem allt eru frábær svæði til að stunda hjólreiðar á. Hjólreiðafélögin Hjólamenn http://www.hjolamenn.is/ og Hjólreiðafélag Reykjavíkur http://www.hfr.is/ghjol/aefingar.asp fara á hverjum sunndegi í hjólaferðir og einnig má nefna svokallaða samhjólaferð sem farin verður fyrsta sunnudag hvers mánaðar http://triathlon.is/.
Mundu að við erum öll einhvern tímann byrjendur og ekki vera hrædd/ur við að mæta. Til að byrja með geturðu hjólað með hópnum í hálftíma en sagt svo skilið við hópinn og hjólað til baka sjálf/ur þannig að túrinn sé ekki meira ein 1 klst eða eins lengi sem þú telur þig ráða vel við. Þannig geturðu smám saman aukið við tímann þangað til þú treystir þér alla leið. Upplýsingar um hvar hóparnir hittast og hvaða leið er farin má einnig sjá á vefsíðum hjólreiðafélaganna.
Fljótlega mun ég skrifa annan pistil um atriði sem ég fer gjarnan yfir með nýliðum varðandi búnað, fæði ofl.