Karen Axelsdóttir - haus
23. mars 2010

Hvað ertu lengi að fara Ironman?

chrissie_wellington.jpgAð meðaltali eru flestir  sem ljúka keppni í Ironman að fara þetta á 14 klukkustundum. Þú ert dæmdur úr leik ef þú ferð yfir 17 klukkustundir en það eitt að klára þykir mikið afrek. Hafa þarf í huga að tímar eru afar mismunandi eftir völlum og veðráttu. Til dæmis þykir mun auðveldara ef völlurinn er flatur og mun erfiðara ef það er fjallendi, mikill vindur eða sterk sól.   En það getur  munað allt að 1.5 klukkustund á hvað sami íþróttamaður mundi fara Ironman Lanzarote sem er mjög erfiður völlur eða Ironman Roth Challenge sem er talinn  einn hraðasti völlurinn.

craig_alexendar_973354.jpg

Heimsmeistari kvenna er Bretinn Crissie Wellington og kláraði hún Ironman Hawaii 2009 á 8:54:02 (Sund 54.31/Hjól 4:52:07/Hlaup 3:03:06). Heimsmeistari karla er Ástralinn Craig Alexander sem kláraði Ironman Hawaii 2009 á 8 klst og 20 mín (Sund 50.57/Hjól 4:37:33/Hlaup 2:48:05). Chrissie ber höfuð og herðar yfir alla aðra atvinnumenn og lýkur keppni venjulega um 20 mín á undan næstu konu en í karlaflokki en keppnin um þessar mundir mun jafnari.

Að fara þetta á undir 11 tímum er gjarnan  líkt við það að vera 3 tima maraþon hlaupari. Þá er algeng skipting 1:05 mín fyrir 3.8 km sund, 6 klst fyrir 180 km hjól og 3:50 klst fyrir maraþon.