Karen Axelsdóttir - haus
Þú ert hér: Karen Axels > "Freakshow"
26. mars 2010

"Freakshow"

Ég er nú komin til Port Macquarie og þaðfer ekkert á milli mála að hér fer fram Ironman keppni í borginni. Ég hugsa aðvenulegum túristum bregði mikið og séu fljótir að fela bjórinn og soga inn bumbuna við að sjá allt þetta ofurfitt fólk á vappi um bæinn.

Þetta er á íþrótttamáli máli  kallað "freakshow"en sama hvað þúert stæltur  þá bregður meira að segja okkur keppendum alltaf við að koma á mótsstað. Margir fá  minnimáttarkennd  og fara að hugsa að þeir séu eitthvað lakarieða eigi ekki eins flottar græjur  sem erauðvitað bara bull í flestum tilvikum. Það er samt truflandi til lengdar að veraí miðju freakshowinu eða á mótsstað.

 Ég mæli hreinlega með því að íþróttamennsem eru að keppa erlendis fái sér hótel aðeins frá mótsstað og öðrum keppendum. Eins og það er hentugt að vera á hóteli við startlínuna þá endum við flest heldég með því að hugsa óþarflega mikið um keppnina ef þetta er allt við nefið ámanni. Ef ég væri að keppa í spretthlaupi mundi ég kanski hugsa þetta öðruvísi en þegar þú ert að keppa í einhverju sem varir í 3+ tíma þá hjálpar adrenalín þér lítið og málið er að vera slakur og spara orku dagana fyrir mót.

porthjolagaejar.jpg

Ég skráði mig í dag og fór í vigtun og blóðþrýstingsmælingu en allir keppendur eru mældir i bak og fyrir þar sem ekkier óalgengt að keppendur þurfi læknisaðstoð við marklínuna. Eftir skráninguprófaði ég svo að synda í ánni og keyrði hjólavöllinn. Það kom mér á óvart hvaðáin var straumhörð en það kemur út á eitt þar sem maður syndir einnig tilbaka.Fólk er svo vingjarnlegt hérna að ég á ekki til orð. Ég var að spyrja tvo keppendur útí hjólavöllinn og þeir höfðu svo miklar áhyggjur að ég gæti villstað þeir heimtuðu að keyra mig heilan 60 km hring en meðfylgjandi er mynd af þeim í litlu rútunni sinni. Þeir spurðu líka mikið um eldgosið  heima á Íslandi sem mér fannst ansi sætt. Hjólavöllurinn er mjög hæðóttur og ljóst að fólk bætir ekki persónulegt met á þessum velli en ég var steinhissa hvað margir keppendur voru að puða uppbrekkurnar eins og þeir fái nú ekki nóga hreyfingu á sunnudaginn!