Karen Axelsdóttir - haus
1. apríl 2010

Er stoppað til að borða?

bikenutri.jpg

Hvað borðar maður í keppni sem er 9-17 klukkutímar? Það er ekki skrítið að fólk spyrji en þessa spurningu hef ég fengið mikið undanfarna daga ma. frá foreldrum mínum daginn fyrir keppni.  Maðurinn minn svaraði að ég myndi  hitta þau  í hádegismat og svo bara halda áfram. Þau voru alsæl enda fannst alveg eðlileg að fólk þyrfti að taka sér hlé og borða í svona langri keppni. Þetta er því miður ekki svona. Það sem flestir borða eru sykurgel og orkustangir. Það er fæði sem inniheldur margar hitaeiningar og fer lítið fyrir. Þú ýmist geymir þetta i vösum og í lítilli tösku á hjólinu eða sækir þér á birgðir á matar og drykkjarstöðvum ef þær eru í boði. Í fjölmennum keppnum eru slík stopp á 10 km fresti á hjólinu og á 2 km fresti á hlaupinu.

Hversu mikið magn og hvenær þú borðar eða drekkur er erfitt að ná rétt í keppni og ekki er óalgengt að atvinnumenn flaski á þessu. Til dæmis ef þú nærð því að verða svöng/svangur þá er oft orðið of seint  að snúa við þeim skaða nema hægja á þér í 5-10 mín til að næringarupptaka verði örari. Ef þú borðar of mikið eða of nálægt byrjunarlínu þá verður þér gjarnan óglatt eða bumbult, en það er fólkið sem þú sérð í klósett röðinni í miðju maraþoni. En ég skal sýna ykkur Ironman matseðilinn við tækifæri í öðrum pistli.