Karen Axelsdóttir - haus
Þú ert hér: Karen Axels > Mataræði
14. apríl 2010

Mataræði

Sæl Karen, ég er mikill matarsóði, borða of mikið, alltof sjaldan, of óhollt og  þarf að ná einhverri stjórn á matarræðinu ef æfingar eiga að skila árangri. Hvað er “möst” og hvað má alls ekki í sambandi við matarræði og daglegar æfingar? Borðarðu vel fyrir morgunæfingar? Geturðu birt einhver dæmi t.d hvað þú borðar á týpískum degi og hvenær?

Sæll, ég er ekki næringar eða matvælafræðingur og get því ekki ráðlagt þér nákvæmlega varðandi hvað er rétt og hvað ekki og mæli með að þú leitir  til fagfólks. Hins vegar get ég gefið þér innsýn í hvað ég geri en ég hef verið dugleg að lesa mig til í þessum efnum og tel mig hafa gott jafnvægi í matarvenjum og þyngd. Hérna er nokkuð dæmigerður dagur hjá mér fyrir léttan æfingadag þ.e eina æfingu yfir daginn (en flest fólk æfir ekki meira en það ).

faeduhringurinnÉg hef lítinn áhuga á hitaeiningatali og miða frekar við að borða mig ekki á gat og fara ekki  södd í háttinn.  Ég fylgi nokkuð vel fæðuhringnum (sjá mynd og lydheilsustod.is) en besta ráðið til að forðast óhollustu er að eiga slíkt ekki til á heimilinu t.d ef ég á súkklaði uppí skáp þá er það klárað á met tíma. Ég á heldur betur mína sælkeradaga og nýt þess í botn að spá ekkert í skammtana t.d ef ég er boðin í mat eða fer út að borða . Dags daglega held ég mér hins vegar á mottunni. Það er samt alls ekki eins og ég sé að neita mér um eitthvað heldur kemur jafnvægið  að sjálfu sér með tímanum og mig hreinlega langar sjaldan í mat sem ég veit að er ekki góður fyrir mig.

Kl 5:30 - borða fyrir sundæfingu kl 6 þar sem ég synti 3250 m  

1 banani og eitt djúsglas (flestir borða ekkert fyrir þessar morgunæfingar en það virkar ekki fyrir mig og ég still frekar klukkuna fyrr).

Morgunmatur kl 7:45  1 stór diskur af hafragraut. Ég set oftast ½ banana, nokkrar möndlur með hýði og eitt epli út í grautinn.  Strái einnig 1 msk af „milled flax seed“  út á grautinn (held það kallist hörfræ á íslensku). Þetta er mikilvægasta máltíðin og sama hvað gengur á þá gef ég mér tíma til að elda graut. Mæli með IKEA eplaskeranum. Ég snerti helst ekki fjöldaframleitt morgunkorn og alls ekki ef sykurinnilhald er meira en 8 gröm fyrir hver 100 g.

2 x kaffi bollar með mjólk

kl 10:30   ½ banani, 1 ávöxtur, 1 glas appelsínudjús

Hádegi  1 diskur bauna súpa með kjöti (nota ekki saltað kjöt nema á sprengidag - afgangur frá kvöldinu áður. Þú getur sett afganga í tupper ware og tekið með í vinnuna).

1 kaffibolli  (já ég er fallinn og ætla að reyna að halda mig við 2 bolla – hjálp einhver!!), 2  litlir súkklaðimolar (á stærð við nóa konfektmola).

Kl 15   1 lítil dós af hreinni jógurt (venjuleg ekki fitusnauð ) , 1 x mango , 1 x gulrót.

Kvöldmatur kl 18:30 (ef þú getur borðað kvöldmatinn fyrr þá endilega gerðu það1 x stór tortilla  með ½ kjúklingabringu, papriku, lauk, ½ avocado, salsa, og smá sýrðum rjóma,2 hnefar af salati, mjólkurglas.

Ég reyni að drekka nóg af vatni yfir daginn (aldrei minna en 2 l).  Hef t.d alltaf flösku í bílnum og í handtöskunni minni. Þú getur t.d fyllt 1.5 l flösku í vinnunni og miðað við að klára hana fyrir lok vinnudags.  Þannig geturðu fylgst með hvort þú sért að drekka nóg.