Karen Axelsdóttir - haus
15. apríl 2010

Fyrsta íslenska Ironman konan


bibbamyndÉg er ekki fyrst íslenskra kvenna til að ljúka keppni  í Ironman heldur  var það Bryndís Baldursdóttir sem vann það afrek í Ironman Germany 2007. Hún var svo óheppin að detta á hjólinu 7 vikum fyrir  keppni þar sem hún viðbeinsbrotnaði en lét sig hafa það, synti í gegnum þetta einhent  og lauk keppni með glæsibrag. Greinilega alveg ótrúleg kona hér á ferð en ég gat ekki stillt mig um að kynnast Bryndísi  betur og deila með ykkur hér. Eftirfarandi er frásögn Bryndísar eða Bibbu eins og hún er kölluð en saga hennar er mögnuð og sýnir að það er aldrei of seint að breyta til í lífinu og láta drauma sína rætast.

,,Ég  var ekkert íþróttafrík á yngri árum. Ég reyndi að æfa handbolta á unglingsárum en gat aldrei neitt. Æfði sund í 3 mánuði  og körfubolta einn vetur í menntaskóla. Reyndi af og til að byrja í ræktinni en hélt lengst út í aerobikk þrisvar í viku í 8 mánuði .

11. feb. 2000 þá 36 ára gömul fannst mér nóg komið enda orðin  86 kíló og í svo lélegu formi að það var farið að hafa áhrif að daglegt líf. Ég dreif mig út að hlaupa í fyrsta sinn.  Komst 200 metra í götunni heima hjá mér og labbaði heim.   Þrjóskaðist við og hélt áfram að reyna. Haustið 2001 fór ég að æfa með hlaupahóp NFR og eftir það var ekki aftur snúið.

2002 hljóp ég Laugaveginn á 8:25 og mitt fyrsta maraþon í haustmaraþoni FM á 4:32.
2003 hljóp ég Budapest Maraþon á 4:06 og Laugaveginn um haustið og tókst að bæta mig um tæpa mínútu í brjálaðri hitabylgju.
2004  Fór ég á skriðsundsnámskeið og í framhaldi af því að æfa sund með Garpadeild Breiðabliks.  Las í fyrsta skipti um Ironman og hugsaði með mér hvað það væri nú gaman að vera í svo góðu formi að manni dytti í hug að maður gæti þetta.   
2005 Tók þátt í íslandsmeistaramóti Garpa í sundi og bætti við mig hjólreiðum.   Tók í fyrsta skipti þátt í ólympískri þríþraut.
2006 Krækti ég mér í íslandsmeistaratitil í tímakeppni.
Náði 2. sæti í kvennaflokki í Bláa lóns þrautinni.
Bætti tímann minn í ólympískri þríþraut.
Fór að synda í sjónum af og til.  Synti frá Viðey í land og yfir Kópavog og til baka.
Byrjaði að kenna konum að hjóla í ágúst 2006 og hélt úti kvenna-hjólreiðaæfingum einu sinni í viku fram á vor 2007. Í október fórum við Siggi Smára og Ásgeir til Arizona  til að taka þátt í hálfum Ironman, fyrst Íslendinga.
2007 Ironman í Frankfurt og valin þríþrautarkona ársins.   Hélt hlaupanámskeið um haustið og upp úr því varð til hlaupahópurinn Bíddu aðeins sem hleypur undir minni leiðsögn enn í dag.
bibbaasgeir2008 :  Reyndi við þrjár ultra keppnir með ca þriggja mánaða millibili.
6. Júní :  Hljóp 100 km. hlaup í Reykjavík og varð önnur íslenskra kvenna til að gera það.
29. Ágúst :  Reyndi í fyrsta skipti við CCC sem er fjallahlaup hálfan hring í kringum Mont Blanc, 98 km. og 5600 m. hækkun en féll  á tímamörkum.
7. Des. Ironman WA í Busselton.   Bætti tímann minn frá IM Germany um 1 ½ tíma og fór á 14 klst.
2009 :   Var heiðruð sem Afrekskona léttbylgunnar 2009
.
Reyndi aftur við CCC fjallahlaupið og komst 70 km í þetta skipti en ég held að ég sé líka fyrsta íslenska konan til að reyna við þessi fjallahlaup".

Arizona 001Ég óska Bibbu  innilega til hamingju með afrekin og vona að hún haldi áfram á sömu braut.   Bibba er með blog síðu http://bibbasvala.blogcentral.is/ Ég ætla að biðja hana um að gefa fólki sem er í sömu sporum og hún var í árið 2000 góð ráð og einnig spyrja hana hvernig hún fer að því að flétta saman allar æfingarnar og daglegt líf.  Hlakka til að birta það.