Karen Axelsdóttir - haus
Þú ert hér: Karen Axels > Ráð frá Bibbu
16. apríl 2010

Ráð frá Bibbu

bibbahlaupÍ framhaldi af pistli mínum í gær  um Bibbu birti ég hér nokkur góð ráð frá henni en hún og maður hennar Ásgeir Elíasson eru bæði á kafi í fjallahlaupum, sjósundi, þríþraut ofl. Þau eiga það sameiginlegt að hafa ekki byrjað á þessum fyrr en eftir þrítugt sem er einmitt þegar flestir leggja skóna á hilluna.  Við fáum svo  að heyra sögu Ásgeirs fljótlega.

Hvernig þið látið þið hjónin þetta  ganga upp að púsla saman öllum æfingunum samhliða vinnu, barnauppeldi og daglegu lífi?

Við Ásgeir eigum bara uppkomin börn núna en þegar ég byrjaði að æfa var strákurinn minn 11 ára.
Það fer nánast enginn tímin hjá okkur í matarinnkaup en við erum svo heppin að búa við hliðina á matvöruverslun.    Við reynum að hugsa ekki lengra en að næstu æfingu og maður lítur á þetta sem leik.   Út að leika.   Það er það sem við gerum.   Ef maður fer að stressa sig yfir þessu eins og vinnu þá verður þetta miklu meira álag.    Þetta verður líka alltaf að vera skemmtilegt.   Ég lít á æfingakvíða sem alvarleg íþróttameiðsl.

Á meðan ég var með krakka sem þurfti að skutla á æfingar þá fór ég stundum í hlaupagallanum, lagði bílnum þar sem þau voru að æfa og skokkaði á meðan þau æfðu.

Það sparar tíma að geta hringt heim úr búningsklefanum og beðið unglinginn að henda kartöflum í pott eða kjúklingi í ofn.     Oftast eru þeir orðnir nógu svangir til að nenna því :-)

Hverju myndirðu mæla með við fólk sem er í sömu sporum og þú varst í árið 2000 þá of þung og í lélegum formi?

Mín ráð til þeirra sem eru í slæmu formi og langar að byrja að skokka eru :
·         Fáðu þér dagbók þar sem hver vika er ein opna og skráðu alla hreyfingu í bókina.
·         Settu þér markmið um að hreyfa þig á hverjum degi.
·         Vertu ekki lengur en hálftíma á dag fyrstu vikurnar
·         Farðu af stað alveg sama hversu þreyttur þér finnst þú vera og þó að þú finnir einhversstaðar til en snúðu við eftir nokkrar mínútur ef það lagast ekki.
·         Passaðu að það sé alltaf einn hvíldardagur í viku
·         Taktu þátt í almenningshlaupum.   Ef þú vilt ekki vera síðastur, veldu fjölmenn hlaup.
·         Þú getur gert þetta sjálfur en hlaupahópar eru algjör snilld !
·         Gott er að lesa Runners World eða sambærileg íþróttablöð eða síður á netinu til að viðhalda áhuganum
 
Þetta er það sem ég gerði og það virkaði fyrir mig. Kveðja Bibba