Karen Axelsdóttir - haus
17. apríl 2010

Tvíþraut á morgun

kortÁ morgun sunnudaginn 18. apríl verður haldin tvíþraut í Heiðmörk (Furulundur). Keppnin er þrískipt en keppt er í hlaupum og hjólreiðum og hefst keppni kl 10:00. Vegalengdirnar eru 4 km hlaup / 15 km hjól (fjallahjól ) / 4 km hlaup. Skráning hefst kl. 9:00 og þátttökugjald er aðeins 1.500,- kr. Start, skiptingar og mark er við Furulund í Garðabæ. Sjá nánari upplýsingar og kort á http://triathlon.is/.

Ég er hundfúl að vera ekki á landinu til að vera með en tvíþraut er alltaf skemmtileg og besti undirbúningurinn sem ég kemst í fyrir þríþraut. Varðandi "strategíu“ þá fer það svolítið eftir styrkleika þínum þe. hvort þú er betri hlaupari eða hjólreiðamaður. Ef markmiðið er að vinna þetta þá er stefnan einfaldlega að bíta á jaxlinn og halda í aðra forsprakka. Góðir hjólreiðamenn þurfa samt ekki að örvænta á fyrsta hlaupalegg en 15 km á fjallahjóli ætti að duga til að ná forystu ef þú missir liðið ekki meira en 1 mín fram úr þér. Hlaupaspírurnar þurfa að passa sig að ná góðu forskoti á fyrsta hlaupalegg og spinna í léttari gír síðasta kílómeterinn á hjólinu. Fyrir aðra þá mæli ég með að hlaupa fyrsta legginn á ekki meira en 75-80% álagi og passa að hafa hjólið ekki í það þungum gír að þú fáir brunatilfinningu í læri og fótleggi. Síðasta hlaupið tekur alltaf í en þá reynir á að vera ekki of góður við sjálfan sig heldur klára þetta með stæl. Eftirfarandi er smá tékklisti fyrir byrjendur og aðra þáttakendur.

Upphitun fyrir keppni. Ég myndi hita upp með rólegu skokki í 10-15 mín, taka svo  4 x 60 m vaxandi spretti og gera "ballistic" teygjur.

Hlaup.  

Mættu á staðinn í hlaupagallanum t.d  l angerma hlaupabol og síðum  hlaupabuxum  (þröngar að neðan svo þær festist ekki í keðjunni ). 

 

Þunnur hlaupa jakki

Hlaupaskór (með teygjureimum)

Sokkar

Þunnir hanskar?

Hjól. 

Fjallahjól (passaðu að bremsurnar virki vel og læsi ekki dekkinu).

Pumpa (getur sennilega fengið lánaða pumpu á staðnum).

Hjálmur

Hjólaskór (ef þú ert með venjulega pedala þá ertu í hlaupaskónum áfram).

Hjólagleraugu (ef þú notar þau).

Vantsbrúsi (ég myndi drekka amk 400 ml þrátt fyrir kuldann ).

Þykkari hanska?

Plastpoka til að breiða yfir hjólaskóna í ef það rignir meðan þú ert að hlaupa fyrsta legginn.

Rafmagnlímband til að festa 1 x sykurgel og gleraugun á hjólið (bara ef vön/vanur því en ég sjálf myndi fá mér eitt gel eftir 10 km á hjólinu).

Eftir keppni. Skokkaðu mjög rólega í amk 5 mín. Farðu strax í þurran bol og eitthvað nógu hlýtt. Reyndu að borða innan 30 mín. Taktu t.d með þér banana, kjúklinga samloku og appelsínudjús. Teygðu vel og farðu í ísbað um kvöldið.   

Umfram allt  skemmtu þér vel og þakkaðu sjálfboðaliðum fyrir stuðninginn því án þeirra væri ekki hægt að halda svona keppni