Karen Axelsdóttir - haus
18. apríl 2010

Kleinuhringjafjölskyldan

homer-donutMatur sem ég borða nánast aldrei eru meðlimir kleinuhringjafjölskyldunnar og tengdir aðilar. Þetta á við um allan djúpsteiktan mat eins og kleinuhringi, djúpsteiktar rækjur, kentucky, franskar kartöflur, kartöfluflögur og annað djúpsteikt. Til dæmis eru kleinuhringir djúpsteikt hvítt hveiti með sykri ofan á þe. stútfullir af hitaeiningum og innihalda nánast engin næringarefni. Ótrúlegt að við skulum kaupa þetta handa börnunum okkar! Horfðu bara á hendurnar á þér næst þegar þú borðar kentucky eða franskar og spurðu sjálfan þig ,,vil ég í alvöru setja þetta ofan í mig“? Eða horfðu á eldavélina næst þegar þú ert að djúpsteikja eitthvað og spáðu í hvort þetta sé virkilega málið. Ég veit allavega að ef ég fengi djúpsteikingarpott í jólagjöf þá myndi ég ekki einu sinni vilja neinum svo illt að gefa hann áfram, heldur færi hann beint í tunnuna. Ég ofnbaka, grilla eða sýð allan minn mat og ef ég fer á veitinga- eða skyndibitastað þá vel ég mér mat sem er matreiddur á slíkan hátt t.d sushi, grillað nautakjöt, ofnbakaður fiskur, soðnar núðlur.

Það er hægt að fara mildari leið og ef þú getur alls ekki hugsað þér að kveðja „kleinuhringjafjölskylduna“ eða færð svoleiðis mat tilneydd/ur í flugvél þá geturðu prófað eftirfarandi.

Fjarlægðu eitthvað af húðinni  (því meira því betra).

Spurðu um salat eða maís eða bakaða kartöflu í staðinn fyrir franskarnar og þó þú þurfir að greiða smá aukalega þá er það þess virði.

Ef þú villt alls ekki sleppa neinu og getur ekki stillt þig um að borða svona mat prófaðu þá allavega að minnka skammtinn t.d skilja eftir helminginn af frönskunum eða jafnvel panta þér barnamáltíð.

Bannlistinn er reyndar aðeins lengri hjá mér en ég leyfi ykkur að melta þetta fyrst :-)