Karen Axelsdóttir - haus
Þú ert hér: Karen Axels > Þeytivindan
19. apríl 2010

Þeytivindan

Margir eru skelfingu lostnir yfir sundleggnum í þríþraut og  hér er smá myndbrot um dæmigert Ironman sundstart.

 Ég er kanski stórskrítin en mér finnst þetta þvílík stemming og ef það er eitthvað sem ég þoli ekki þá er það þegar að mótshaldarar brjóta hópinn niður í marga rástíma til að dreifa keppendum. Auðvitað er mun léttara að synda þannig og fyrir byrjendur ekki spurning að velja svoleiðis mót. Hins vegar þegar allir fara út í einu þá veistu alltaf hvar þú stendur mv. aðra keppendur . Þegar hópurinn er hins vegar sundraður þá veistu ekki hvort sá sem þú tekur fram úr var ræstur út á undan þér eða eftir og þú endar í kapphlaupi við klukkuna fremur en við aðra keppendur. Það drepur alveg stemminguna  þ.e  ég get alveg eins verið heima hjá mér að keppa við klukkuna og forðast því svoleiðis mót.

Cliffbar framleiðendur koma með ólíka nálgun hvernig þú getur látið vini og vandamenn aðstoða þig við að venjast barningnum :-)

Íslendingar geta andað léttar því enn sem komið er eru allar þríþrautarkeppnir hérlendis haldnar í sundlaugum.