Karen Axelsdóttir - haus
21. apríl 2010

Ofuráhersla á ranga grein?

Sama hvaða vegalend í eða í hverju þú hyggst keppa þá skalltu passa að hafa æfingarnar í samræmi við markmiðið. Gott dæmi er kona sem ég var að hjálpa í morgun en hún er að fara í sína fyrstu sprettþraut í júlí. Hún æfir 6 klukkutíma á viku og skiptingin hjá henni hefur verið eftirfarandi:  
Sund

30 mín (1 æfing)

8 %   af æfingatíma
Hjól

2 klst  (2 x spinning)

34%
Hlaup3 klst (30 mín, 45 mín og 1 klst 15 mín)50%
Lyfta/pilates30 mín8%
Samtals6 klst

 

Ég áætlaði tíma hennar út frá æfinga tímum sem hún sendi mér og út frá hjólaprófi sem ég lét hana gera. Ef hún færi  í keppnina á morgun þá myndi  ég halda að lokatími hennar væri eftirfarandi:  
Sund          400 metrar7 mín og 30 sek8 % af heildartíma
Hjól               25 km (venjulega 20 km)1 klst 4 mínútur62 %
Hlaup             5 km28 mínútur27 %
Skiptisvæði 1 og 25 mín samtals3 %
Samtals1 klst og 45 mín 

Með því að bera saman hlutfall æfingatíma og keppnistíma þá er augljóst að hún er að leggja alltof mikla áherslu á hlaupaæfingar á kostnað hjólreiðaæfinga þ.e hún þyrfti nánast að snúa hlutfallinu við.  Það getur vel verið að hún nái frábærum 5 km tíma ef hún er að keppa í 5 km hlaupi einu og sér. En fyrir þessa þríþrautarkeppni þá mun hún með óbreyttu fyrirkomulagi hjóla langt undir eigin getu og líklega þreyta sig um of sem hefur svo mikil áhrif á frammistöðu þegar kemur loksins að hlaupinu.

 

Það á vel við að atvinnumenn að leggi ofuráherslu á hlaup þar sem „drafting“ er leyfilegt sem þýðir að góðir hjólreiðamenn njóta sín ekki  og úrslitin ráðast á hlaupinu. En í öllum öðrum keppnum er það oftast besti hjólreiðamaðurinn sem vinnur svo lengi sem viðkomandi er nokkuð góður (topp 80-90% af keppendum) í sundi og hlaupi. 

Ég er ekki að segja að nú eigi allir að hætta að hlaupa og fara að hjóla. Punkturinn hjá mér er að fólk miði undirbúning í samæmi við það sem koma skal en í flestum vegalengdum í þríþraut spannar hjólaleggurinn meira en 50% af heildartímanum og því er æskilegt að hafa æfingar í samræmi við það.

Fyrir fólk með hlaupameiðsli  þá er nauðsynlegt að draga úr hlaupaæfingum og auka hjólreiðaæfingar eða hlaupa í sundlaug með belti.  Þegar við hlaupum þá erum við að bera uppi eigin þyngd og meiðslaáhætta því mun meiri heldur en við það að sitja á hjóli (svo lengi sem þú dettur ekki ). Af sömu ástæðu erum við lengur að jafna okkur eftir hverja hlaupaæfingu heldur en hjólaæfingu. Ég gerði 98% af mínum hlaupaundirbúningi fyrir Ironman maraþonið í sundlaug eða á hjóli og var samt ekki meira en 30 mín á eftir vinningshafanum sem er rönkuð númer 2 í heiminum.