17. maí 2010
Ég hef núna verið grasekkja síðustu 10 daga og þá fyrst reynir á skipulagningu og sveigjanleika við æfingarnar en þar sem ég bý erlendis þá er því miður engin mamma eða tengdó sem getur hjálpað mér með börnin. Það er nokkuð ljóst að ég vinn ekki mót með því að sitja úti á róló eða spila ólsen ólsen allan daginn þannig ég þarf oft að virkja börnin mín sem eru 7 og 8 ára í alls konar ævintýri til að "fitta inn" æfingum . Það er aldrei nein ástæða til að væla og ég skal segja ykkur hvernig ég leysti þetta um helgina. Á laugardaginn var æfingaplanið 75 mín sundæfing og 90 mín rólegt hlaup. Ég fór með krakkana í sund um morguninn en þar sem ég get auðvitað ekki skilið þau eftir gerði ég bara fullt af mjög stuttum sprettum þar ég var í því að elta þau og allir skemmtu sér konunglega. Ekki fullkomið en svo sannarlega betra en engin sundæfing. Varðandi langa hlaupið þá hreinlega lét ég þau hjóla í skóginum og ég hljóp með. Ef þú ert með yngra barn þá geturðu prófað hlaupakerru. Ég stoppaði eftir 45 mín á róló og gaf þeim nesti og svo héldum við áfram. Sjö ára gömul dóttir mín er oft ekkert of ánægð með mig undir lokin og lætur mig stundum heyra það...en það er ekkert sem gott hrós eða einn frostpinna þegar heim er komið getur ekki reddað. Ekki nóg með það, þau eru alltaf eins og ljós ef þau fá góða hreyfingu
;-)
Á sunnudaginn var æfingaplanið 3 tíma hjólatúr. Það þjónar engum tilgangi að hjóla lengri túra fyrir ólympíska vegalengd og betra að eyða orkunni í sprett og hraðaæfingar þess á milli. Ég skal vera hreinskilin og segja að ef ég ætti ekki turbo þjálfa
(e
ða æfingahjól innandyra
)
þá gæti ég ekki náð þeim árangri sem ég er að ná. Ég hafði allt dótið til kvöldið áður þ.e fötin mín, fyllti vatnsflöskur osfrv til að getað sofið lengur. Hoppaði svo á hjólið sem er inní stofu kl 7
:00
. Krakkarnir vöknuðu rúmlega 8
:00
þannig ég hætti eftir 1
:20 m
ín og fór að sinna þeim. Við vorum allan daginn að þvælast og þegar við komum heim um kl 17
:00
þá voru þau dauðfegin að fá að slaka á yfir videomynd...greyin að eiga svona ofvirka mömmu! Ég get alveg viðurkennt að ég var ekki beint spennt að fara aftur á hjólið og velti því fyrir mér af hverju ég gæti nú ekki bara verið eins og venjulegt manneskja og krassað í sófanum með nachos poka. Evrópumótið kallar og ég dreif mig á hjólið og náði inn öðru setti af 1 klst 30 mín og kláraði þar með æfinguna. En ef þú hjólar innan húss þá geturðu stytt æfinguna um 15-20% þar sem það er aldrei dauður punktur
(cruising) innandyra
.
Auðvitað er betra að gera æfingarnar í einum rykk heldur en að klippa þær eða daginn svona í tvennt . En þetta verður aldrei fullkomið og þú verður alltaf að gera það besta úr þínum aðstæðum hverju sinni . Allt spurning um vilja, skipulagningu og smá sveigjanleika.