Karen Axelsdóttir - haus
Þú ert hér: Karen Axels > Taktík
7. júní 2010

Taktík

Sá sem vinnur er ekki endilega alltaf sá hraðasti eða besti heldur stundum sá sem spilar  rétt úr spilunum. Það er gaman að spá í mismunandi taktík í ólíkum íþróttagreinum. Til dæmis sjáum við hvernig handbolta menn taka lykil leikmenn gjarnan úr umferð eða spila inná mismunandi leikkerfi  eftir því hvað þeir telja að virki best á andstæðinginn hverju sinni. Hóphjóleiðar eru einnig mjög gott dæmi þar sem úrslit ráðast gjarnan eftir því hvort þú þekkir andstæðinginn, takir fram úr á réttum tíma á réttum hraða ofl. Þríþraut snýst mikið líka um taktík og það er gríðarlega mikilvægt að þekkja styrkleika og veikleika bæði hjá sjálfum sér og helstu keppinautum.

2010 JuniUK 071Tökum sundið sem dæmi. Á sterkum mótum þekkir maður oftast sína helstu keppinauta. Fólk veit sirka tímana þína og reynir að raða sér fyrir aftan þig ef þú ert gott "match" á sundinu því þannig  kemst það hraðar og getur eytt minni orku, en best er að finna einhvern sem er svona  5 sekúndum hraðari fyrir hverja 100 metra eða tæplega 1 mínútu hraðari fyrir 1500 m. Það er allt í lagi ef þeir geta ekkert í hinu en ef þetta eru þínir helstu keppinautar og sundið eitthvað sem þú hefur aðeins fram yfir þá villtu undir engum kringumstæðum láta það gerast að gefa þeim far. Það sem ég gerði í gær til að forðast slíkt var að mæta ekki fyrr en á síðustu stundu og þá í blautbúningum  með gleraugun og hettuna og lét mig hverfa inní fjöldan, en það er nánast útilokað að greina á milli nokkur hunduð manns í svoleiðis klæðum.  Til að fá sjálfur far geturðu gert það sama þ.e. spottað úr fjarlægð þá sem þú veist að eru aðeins betri, troðið þér fyrir aftan þá og teygað. Ef þú þekkir engan þá þarftu að meta eftir eigin getu hvort þú ert betur settur fremst eða aftar. Setur svo í fluggírinn í startinu og reynir að læsa þig við eins fljótan sundmann og þú heldur að þú getur haldið í. Það tekur verulega í fyrstu mínúturnar en eftir ca 5 mínútur jafnar fólk oftast hraðann og þetta verður bærilegt. 

Alrei synda einn ef þú kemst hjá því. Ef þú ert kominn út í kant þá skalltu alltaf færa þig inní hópinn þó það sé meira kraðak því straumurinn frá öðrum sogar þig áfram en munurinn á því hver kemur ferskari upp úr sundinu  mun ráða úrslitum um restina ef þú ert með sambærilega keppendur. Það er fullt að fleiri ráðum um taktík sem ég get frætt ykkur um en læt þetta duga í dag.