Karen Axelsdóttir - haus
7. júlí 2010

Silfur fyrir Ísland á Evrópumótinu

Evrópumótið í þríþraut fór fram núna áSunnudaginn í Athlone á Írlandi. Ég og Ólafur Marteinson vorum fulltrúarÍslands. Ég tók mér viku frí frá skrifum til aðhlaða batteríin hafa fókusinn í lagi en ég hef ekki náð mér almennilega uppsíðan um daginn og var hætt að lítast á blikuna eftir tæpar 3 vikur af kvefi,sleni og litlum æfingum. Það var ekki sjéns að ég myndi draga mig í hlé fyrirEvrópumótið og þurfti að taka plan B sem var  að halda haus og dópa mig af verkjapillum og nefdropum.

p1020638.jpg

Veðrið var því miður algjör hörmung svonaeins og íslensk haustlægð eins og þær gerast verstar og vegna veðurins ákváðumótshaldarar að banna plötugjarðir (disc wheel) einni klukkustund fyrir mót.Það varð algjört kaos á mótsstað og fólk var út um allt að hringja og reyna aðredda sér auka dekki hjá þeim sem keppt höfðu í sprettvegalengd daginn áður.Það tókst hjá flestum en ég heyrði að 23 manns náðu því ekki og fengu því miðurekki að vera með, en það komast bara tvær gjarðir í venjuleg hjólabox þannigmaður þarf alltaf að velja áður en lagt er í ferðalag hvað gjarðir maður ætlarað nota hverju sinni. Ég getímyndað mér vonbrigðin að lenda í því, búin að æfa mánuðum saman og loksinskomin á mótsstað í  öðru landi ogfinnst ófyrirgefanlegt gagnvart þeim sem ekki fengu að vera með aðmótshaldrarar hafi ekki getað ropað þessu út úr sér kvöldið áður þegarveðurspáin lá fyrir. Við Óli vorum mætt nokkuð snemma um morguninn sem kom sérvel því ég lenti í því að bremsurnar voru fastar við afturdekkið á hjólinu og gatlátið fagmenn kíkja á það . Það gekk ekki vel og þegar það voru bara 8 mínúturí það að skiptisvæðið lokaði og ég átti eftir að stilla upp öllu dótinu mínu varðég að biðja hjólavirkjan að aftengja afturbremsuna, auðvitað stórhættulegt ísvona votviðri en það var ekkert annað í stöðunni. Það kemur oftast eitthvaðuppá í öllum mótum og á svoleiðis stundum er lykilatriði að halda bara ró sinniog sjá björtu hliðarnar. Ég hafði t.d upphaflega pakkað plötugjörðinni en rifiðhana upp kvöldið áður af ótta við rokið. Einnig var ég heppin hvað völlurinnvar beinn og frekar flatur en í þessari rigningu hefði ég ekki getað keppt meðnánast óvikrar bremsur á hæðóttum eða hlykkjóttum velli. Þetta kostaði migupphitunina og smá stress en ekkert meira en það. Óli var í topp málum og alltgekk eins og smurð vél hjá honum.

Sundið var í ánni Shannon sem liggur ígegnum bæinn og sundið var 1500 m langt + 110 metra hlaup þar sem sundtíminnstoppaði. Það var auðvitað mikið kraðak en ekkert óvanalegt. Karlarnir voruræstir út 5 mínútum á undan konunum. Óli kom uppúr í sjöunda sæti á 19:54  sem þýðir aðsundið sjálft varbara um 19:30. Ég kom uppúr í  32. sæti á 23:56 við hliðið. Frábært hjá honum en frekar slakt  hjá mér. Skiptisvæðið þar sem maður ferúr blautbúningum og yfir á hjólið var um 350 m í burtu. Óla gekk því miður illaað komast úr blautbúningum  ogmissti dýrkeypta mínútu þar.

p1020635.jpg

 var eins og segir nánast beinbraut fram og til baka. Óli hélt þar nánast sínu sæti, missti nokkra fram úrsér en tók fram úr álíka mörgum. Ég pikkaði smám saman upp stelpurnar og taldiniður 28 manns sem ég fór fram úr. Mér var alveg hætt að lítast á blikuna oghélt nú að sundið hefði gengið aðeins betur en þetta! Hjólavöllurinn var þvímiður aðeins of stuttur eða 38.2 km í stað 40 km og hlaupaleiðin 10.760 í stað10 km . Við náðum bæði góðum tíma og héldum rétt tæplega 40 km meðalhraða semer ansi gott mv að þetta er bara ein af þremur greinum. Óskiljanlegt af hverjuþað er ekki hægt að hafa völlinn námkvæman á svona stórmótum því munurinn ámilli keppenda er oft bara nokkrar sekúndur og þá vinnur sá sem erhlutfallslega betri hlaupari og öfugt ef hjólaleiðin er of löng og hlaupiðstutt. Slæmt hér fyrir Óla því hann missir mest niður á hlaupunum en ég heldoftast mínu sæti þe hvorki græði né tapa á hlaupunum. Hlaupið gekk allt í lagi,nóg af brekkum og fullt af áhorfendum. Ég hljóp 10 km á 39.06 og heildina á 41:31.Vann upp eitt sæti en missti eina fram úr mér. Frekar súrt því það er stelpasem ég vann um daginn á breskameistaramótinu.

Heildarúrslitin voru samt draumilíkast, ég kom í 2 sæti í mínum flokki og fjórða sæti af öllum konum en sú semvann minn flokk og heildina er full time atvinnumaður þannig ég get verið meiraen sátt við þessi úrslit. Óli stóð sig ótrúlega vel, kom 13 í sínum flokki og  7O af 230 í heildina. Þarna eru saman komnir bestu þríþrautarkappar Evrópu,margir atvinnu menn og af þessum 230 eru allir að æfa +11 klst á viku. Ef hann  æfir skiptingar betur sem er mjög auðvelt að laga og leggur meiri áherslu á hlaupinog hjólið þá er ljóst að hann mun ná langt og ég hlakka til að fylgjast með honum og aðstoða hann í  framtíðinni. Írar eru alveg dásamlegir. Bæjarstjórinn kom að máli við mig þarsem hann bauð okkur Íslendinga sérstaklega velkomna og færði góðar kveðjur til Íslendinga.