Karen Axelsdóttir - haus
30. ágúst 2010

Synda bringusund í þríþraut?

Ég fékk póst konu sem er að fara í sína fyrstu ólympísku þríþraut erlendis. Hún er óörugg með skriðsundið (1500 metrar) og er að spá í að taka þetta jafnvel á bringusundi þar sem hún (líkt og allir byrjendur) er í vandræðum með að ná önduninni. Hún er í ágætis hlaupaformi  og hefur verið að hjóla tvisvar í viku og synda tvisvar í viku núna í sumar. Það eru 6 vikur til stefnu þannig að mínar hugleiðingar til hennar eru eftirfarandi:

Bringusundið er í góðu lagi ef þetta er stutt þríþraut sem fer fram í sundlaug. En á stóru móti erlendis þar sem þú þarft að vera í blautbúningi þá mundi ég láta bringusundið vera neyðarúrræði.  Það  er nánast vonlaust að synda bringusund í blautbúningi og þú munt líka vera miklu ánægðari með þig ef þú ferð þetta á skriðsundi. Með réttri tilsögn og smá vinnu að þinni hálfu þá eru 6 vikur  nóg til að bæta skriðsundið þannig þú komist í gegnum þetta áfallalaust.   Varðandi öndunina. Ertu ekki örugglega að blása vel frá þér ofan í vatnið? Margir reyna að bæði anda frá sér og að sér þegar hausinn kemur upp, en með því að kenna fólki   að  ýkja fráöndunina  með því að blása vel frá þér ofan í vantinu og gera "side kick drills (sjá video) þá ná þessu flestir þessu frekar fljótt.  Þessi æfing er góð til að æfa  öndun almennt því hún kennir manni að ná bæði slökun og  jafnvægi í vatninu en flestir sem strögla við öndunina eru eðlilega ekki slakir (enda ekki hægt að slaka á þegar manni finnst maður vera að kafna). Þú getur notað blöðkur meðan þú ert að komast yfir versta hjallann, en markmiðið er að geta gert þessa æfingu blöðkulaust og helst með báðar hendur meðfram síðu.
Ég myndi  synda  t.d  með Þríþrautarfélaginu   http://www.triceland.net/content/view/12/26/ tvisvar í viku og einnig  mundi ég bæta inn tveimur æfingum sjálf (getur fækkað hlaupaæfingum) þar sem þú gerir side kick drill í 15 mín og gerir svo  nokkrar 25 metra  endurtekningar  þar sem þú syndir skriðsund  og  einbeitir þér að á önduninni. Taktu hvíld  eftir hverja 25 m og reyndu að spá í hvað þú ert að gera.  Ef allt þrýtur að þú ert enn að "kafna" eftir 5 vikur þá veistu amk að þú reyndir og þetta verður ekki verra en það að þú tekur bringusundið á þetta.

 
Fyrir þá sem eru með eitthvað annað sem þarf að laga. Reyndu þá  að muna hvað það var sem þjálfari/leiðbeinandi  benti þér á síðast og gerðu eitthvað í því. Til dæmis sama sett og að ofan. Æfðu rétta hreyfingu í 15-20 mín, syntu svo 25 m endurtekningar og reyndu að mastera breytinguna. Mundu gæði umfram magn. Það er erfitt að ná fókus og hugsa um hvað maður  er að gera í hóptímum, en ég hef alltaf náð mestum framförum með tækni þegar ég er ein með sjálfri mér og einbeiti mér að því sem ég þarf helst að bæta hverju sinni.