Ég á langt í land með sundið og það er ljóst að ég mun aldrei geta æft jafnfætis mörgum öðrum þar sem ég get ekki og vill ekki ferðast svona mikið vegna fjölskyldunar. Hins vegar hef ég náð fáránlega langt mv. hve "lítið" ég æfi og eftir dvölina í Sviss áttaði ég mig á því að ég gef þessum bestu í heiminum ekkert eftir á hjólinu en þær máttu hafa sig allar við að hanga í rassinum á mér þrátt fyrir að hafa hjólað þessi fjöll mörghundruð sinnum. Annað sem hjálpar mér er að ég er í góðu andlegu jafnvægi og ég á mann sem er minn sálufélagi og styður mig í einu og öllu. Ég er líka búin að mennta mig, komin með góða reynslu og hef starfsframa til að fara til baka í ef hlutirnir ganga ekki upp. Allt þetta hjálpar gríðarlega. Margir atvinnumenn sem ég þekki eyða mikilli orku í innri baráttu og hafa áhyggjur af því að hafa ekkert til að snúa sér að eftir ferilinn. Konurnar hafa margar áhyggjur af því að fresta barneignum og nánast allir hafa fjárhagsáhyggjur. Maður þarf alltaf að vega kosti og galla og ef ég lít á heildarmyndina þá er margt á móti mér t.d aldur, stuttur tími í sportinu en það er meira sem vinnur með mér og ég er enn í miklum framförum þannig það verður spennandi að sjá hvað kemur út úr þessu á HM og hvað tekur við. Ég segi bara þvílíkt lúxusvandamál og uppi stendur þakklæti fyrir að vera í þessari stöðu og þakklæti til ykkar allra fyrir ómetanlegan stuðning.