4. september 2010
Var að lesa Hin Feiga Skepna eftir Roth. Ein fyndnasta bók sem ég hef lesið. Hann hittir naglann skemmtilega á höfðuðið varðandi skilgreiningu á mörgum pælingum sem flestir hneykslast á ...en skilja innst inni mæta vel. Get ímyndað mér að hún féll ekki vel í kramið hjá ameríkananum...fékk ágætis innsýn við að búa þar í 2 ár. Gunni er duglegur að mæla með skemmtilegu efni fyrir mig og draga mig á önnur mið. Eins gott því annars væri ég kanski bara freðin íþróttaspíra sem svæfi í "compression sokkum", talaði bara um Chi-running og færi aldrei í partý. Vel á minnst, vann stóra bjórflösku í síðustu keppni. Fyrst það er laugardagur og easy dagur á morgun þá er best að fara að opna hana og svolgra henni í sig. Skál í boðinu.