Á haustin er rétti tíminn til að bæta hjá sér tæknina. Af hverju að fara í gegnum enn einn veturinn án þess að laga hlaupatæknina og enda alltaf með sömu meiðslin eða sama hlunkastíl ár eftir ár. Eða lenda aftur í því á næsta ári að draga lappirnar eins og akkeri á sundleggnum eða halda áfram að ofnota lærvöðva á hjólinu og hlaupa langt undir eigin getu á hlaupunum. Sama hvort þú ert að æfa þríþraut, hlaup, badminton eða ert skemmtiskokkari þá er nauðsynlegt að taka 2-3 mán á hverju ári og einbeita sér að því að bæta tæknina.
Góðu fréttirnar fyrir okkur sem keppum yfir sumartímann eða stefnum á eitthvað næsta sumar er að núna er besti tíminn til að bæta tæknina og byggja sig rétt upp. Í mínu sporti þýðir það að æfingarnar eru styttri og líkamlega auðveldari alveg fram í nóvember-desember. Þeir sem tíma ekki að hætta og halda áfram óbreyttum æfingum eru gjarnan kallaðir JÓLASTJÖRNUR. Jólastjörnur skína skært um jólin og eru þá í miklu betra formi en við hin á æfingum þar sem þær eru ennþá í keppnisformi. En svo tekur nær undantekningarlaust við æfingaleiði eða meiðsli og þegar tímabilið hefst svo loksins í apríl þá er jólastarnan komin ofan í kassa og skín ekki eins og hún ætti að gera. Ef Tiger Woods, Paula Radcliff og Ian Thorpe taka tímabil þar sem þau minnka æfingaálag, fókusa á andlega þáttinn, betri tækni og flæði, af hverju eigum við hin ekki að gera það líka?
Núna er tíminn til að fara á skriðsundsnámskeið sjá http://triathlon.is/, hlaupanámskeið sjá smartmotion.org/ og gera "single leg" æfingar á þrekhjólinu. Ég skal koma með æfingtillögur á næstum dögum...líka fyrir jólastjörnur :-)