Sund er ólíkt t.d. hlaupum að því leyti að hugtakið ,,þeim meira þeim betra" á vel við. Ef sundið er áberandi veikleiki hjá þér þá skaltu setja það í forgang og helst reyna að ná inn 6 vikna kafla þar sem þú syndir 5-6 sinnum í viku. Allt er betra en ekkert og 30-40 mín í senn skila mjög miklu. Ég veit þetta hljómar ógurlega en til að ná miklum framförum þá verðurðu að laga tæknina og þróa tilfinningu fyrir vatninu og það er ekki hægt nema fara oft í laugina á 4-8 vikna kafla. Fólk sem æfði sund í æsku kemst upp með miklu minna og er oft fljótt að koma til en ef þú þekkir einhver sem hefur engan sundbakgrunn og hefur náð því að synda t.d 15 x 100 metra á undir 1:25...án þess að hafa nokkrun tímann tekið svona skurk þá máttu láta mig vita :-) Um leið og þú nærð þér t.d úr 1:50 niður í 1:35 fyrir 100 metra þá er 3 x í viku oftast nóg til að viðhalda því...en til að komast úr gamla hjólfarinu þá verðurðu að taka góðan skrans næstu vikurnar.
Ég minni á Mr. Smooth sjá http://www.swimsmooth.com/. Þessi vefsíða er mögnuð og það hægt er að hlaða niður Mr. Smooth sem sýnir sundtökin frá öllum sjónarhornum og á mismunandi hraða. Svo er líka sniðug nýjung á síðunni þar sem fólk getur skoðað hvernig sundtýpa það er og fengið leiðbeiningar fyrir hverja týpu. Venjulegt fólk sem syndir af og til ætti endilega að kíkja á það.
Ef tæknin er í lagi hjá þér en sundið er samt veikleiki og þú ert að pirra þig á því hvað þú missir mikið niður á sundleggnum þá þarftu einfaldlega að synda meira og leggja meira á þig á æfingum en þú hefur verið að gera. Sundfélögin, garpahóparnir (í flestum laugum), Syndaselir í Laugum, þríþrautarfélögin (í Laugum og Hafnarfirði) og aðrir skipulagðar sundæfingar eru það eina sem dugir á svoleiðis fólk. Hættu að busla sjálfur eða með vinum þínum sem busla jafn hægt og þú!!
Áður en þú hendir öllu frá þér og flytur ofan í laugina skaltu spá í hvað sundið spannar mikinn hluta af þeirri vegalengd sem þú vilt keppa í og hvort sundið sé ekki örugglega veikleiki fremur en hjólið eða hlaupið. Til dæmis ef þú vilt keppa í hálfum járnkarli (1900m sund/ 90 kmhjól/21.1 km hlaup) næsta sumar , getur synt 400 m á ca 7 mínútum en ert frekar slök á hjólinu...þá skaltu ekki spá í að eyða aukatíma í sundið og frekar nota tímann í að laga hjóla og hlaupatæknina. Einnig ef þú ætlar að halda þig við sprettþraut (400 m sund/20km hjól/5 km hlaup) þá minni ég á að sundleggurinn spannar í kring um 11 % af heildarkeppninni...sem er varla þess viðri að eyða miklu púðri í nema þú viljir vera í toppbaráttunni. Þetta er svipað og að vera í skóla. Ekki eyða of miklum tíma í verkefni sem gilda bara pínulítið og vanrækja að lesa námsefnið sem gildir 90% af prófinu. Kem með hjólatips næst.