Karen Axelsdóttir - haus
Þú ert hér: Karen Axels > Aloha frá Hawaii
9. október 2010

Aloha frá Hawaii

Í dag kl 15 :30 byrjar Heimsmeistaramótið í Ironman á eyjunni Kona sem tilheyrir Hawaii. Um 1800 keppendur eru mættir til leiks. Það eitt að að komast á startlínuna þykir gríðarlegur heiður og er draumur flests þríþrautarfólks. Þetta er biluð vinna að komast á þetta level og margir reyna ár eftir ár en ná aldrei top 2-7 á úrtökumótum sem er það sem þarf til. Við Íslendingar höfum aldrei átt fulltrúa í Hawaii. Við eigum samt 3-4 íþróttamenn sem gætu átt góða möguleika á því að vinna sér inn sæti til þátttöku og væri heiður fyrir okkur Íslendinga að sjá þá reyna við það.          Í karlaflokki er það Craig Alexander sem er talinn sigurstranglegastur. Í fyrra náði hann Chris Lieto  á maraþoninu og sigraði á tímanum 8 :20:21 með minna en þriggja mínútna mun. Taka skal fram að tími milli milli valla er afstæður þar sem veðurfar, gæði slitlags á hjólabrautinni, brekkur og hæðarmunur getur auðveldlega gert einn völl 40 mín hraðari eða hægari en þann næsta, en vindurinn, hitinn og rakinn á Hawaii er þekktur fyrir að græta jafnvel fremstu menn.

Í kvennaflokki er það Chrissie Wellington, þrefaldur heimsmeistari sem er í sérflokki. Í fyrra bætti hún 17  ára gamalt heimsmet Paula Newby Fraser, náði 20 mínútna forskoti á næsta keppanda og fór á tímanum 8:54:02. Chrissie er af mörgum íþróttafréttamönnum og þjálfurum talin besta íþróttakona í heimi og fékk um daginn heiðursverðlaun "Most Excellent Order of the British Empire" frá Elísabetu drottningu.  Það að fíngerð kona komist svona nálægt karlmönnum er mönnum hulin ráðgáta og þrátt fyrir gríðarlega samkeppni og mikinn fjölda kvenna í íþróttinni þá er ótrúlegt hvað hún hefur mikið forskot. Menn spyrja eðlilega ,,á hverju er hún" en það hefur aldrei fundist vottur af neinum efnum hjá henni í lyfjaprófum og ég trúi því að hún sé einfaldlega bara svona góð. Ég hlakka til að fylgjast með þessum skrímslum en ég á marga vini þarna og verð með hjartað í buxunum fyrir framan tölvuskjáin að fylgjast með þeim.

 

Hér er linkurinn á Ironman.com http://live.ironmanlive.com/Event/Ford_Ironman_World_Championship sem verður með "live" tímatökur og hér að neðan er video um keppnina og keppendur fyrir þá sem vilja skoða það.