Mánudagur
Ég syndi með liðinu milli kl 6:00-7:00 með fókus á styrk notum t.d spaða. Fer með krakkana í skólann og fer svo að þjálfa. Sæki krakkana kl 15:30 og er með þeim að læra og göslast til kl 17:00, elda þá mat og gef þeimað borða áður en ég fer á hlaupaæfingu með liðinu kl 18:00. Við hlaupum í 45-60 mín og lyftum í 30 mín á eftir. Hlaupaæfingin er rólegt skokk (HR undir 146 hjá mér) og lyftingarnar eru styrktaræfingar og jógaæfingar þar sem við notum eiginlíkama sem lóð. Krakkarnir eru annað hvort með pabba eða barnapíu ef hann er ekki heima. Kem heim um kl 20:00 og er þá oftast orðin frekar þreytt eftir daginn. Samtals 2.5 klst.
Æfingavikan lítur svo út eftirfarandi.
Þriðjudagur
Hjóla rólega (undir139 í púls) í 90 mín á turbo eða 2 klst utandyra. Oftast 1 klst eldsnemma heima á turbo og svo 1 klst í Richmond Park með einhverjum sem ég er að þjálfa yfir daginn. Undirbúnginstímabilið er frábært að þvíleyti að ég get samtvinnað eigin hjóla æfingar með öðrum sem ég er að þjálfa.Frá og með janúar set ég alla á turbo og geri engar æfingar með öðrum enæfingafélögum eða sjálf. Ég fer með krakkana í sundnámskeið kl 18:00 og ætla að henda mér þá í laugina þó ég nái bara 20 mínútum þá. Meira til að haldatilfinningunni fyrir vatninu. Samtals 2.5 klst.
Miðvikudagur
Syndi með liðinu kl 6:00-7:00 með fókus á tækni. Hleyp svo með liðinu kl 19:00 á hlaupabraut. Mest tækniæfingar og 1600 m endurtekningar á þægilegum hraða. Þarna mun reyna á að fylgja ekki hópnum og láta ekki púslinn fara of hátt upp. Oft kemst ég ekki á þessa kvöld æfinguog púsla einhverju sjálf í Richmond Park í hádeginu. Toppurinn væri að eiga hlaupbrettir við hliðná turbo vélinni inní í stofu (en þá fyrst myndi eiginmaðurinn örugglega skipta um skrá :-). Samtals 2 klst.
Fimmtudagur
Ég ætla að taka mérfrí á fimmtudögum fyrir hádegi og fara í langa hjólatúrinn minn þá í stað þessað gera það á sunnudögum eins og ég hef gert undanfarin ár. Læt amk reyna á hvernig það gengur. Ég mun hafa þessa túra 3.5 klst núna fram í janúar. Mjög rólega (HR undir 139) og helst áflatlendi svo það sé auðveldara að halda álaginu jöfnu. Kosturinn er að nú mun ég hafa sunnudaganna alveg fría til að sinna fjölskyldunni og hnýta lausa enda.Það verður söknuður að hjóla ekki með öðrum. Ég þekki samt nokkra atvinnumennsem koma af of til heim og get ég þá vonandi farið með þeim sem eru í bænum hverju sinni. Ef veðrið er ömurlegt þá held ég mig innandyra og hef æfinguna 2klst 30 mín. Hlusta á bækurnar mínar og hef það nice. Hleyp svo 15-20 mín rólega af hjólinu. Æfingar samtals tæplega3.5 klst.
Föstudagur
Hjóla í 60 mínútur á mjög lágum púls (HR 110-121). Samtals 1 klst.
Laugardagur
Syndi frá 7:00-8:15með liðinu með fókus á úthald. Fæ mér banana og kaffi og fer svo beint og hleyp langa hlaupið mitt (HR undir 146). Ég gat ekkerthlaupið í nokkrar vikur vegna hóstans sem er loksins farinn eftir 7 vikur og algjöra hvíld. Ég ætla því að gefa mér 3 vikur í það að ná upp í 70 mínútur. Er komin heim fyrir 11:00 þannig fjölskyldan verður varla vör við að ég sé ekki heima. Samtals 2.5 klst.
Sunnudagur
Frí frá æfingum. Í heildina eru þetta tæplega14 klukkutímar. Ég geri mér grein fyrir að þetta hjómar hræðilega fyrir venjulegt fólk en trúið mér að er lítið miðað við mína helstu keppinauta og nánast kraftaverk hvað ég er að ná langt. En ég reyni að æfa "smart" og samhliða fjölskyldulífi og vinnu þá einfaldlega get ég ekki troðið meira inn án þess lenda í ofþjálfun eða eitthvað gefi sig í jöfnunni. Ef ég missi af æfingu þá reyni ég ekki að bæta upp fyrir það. Lífið er flókið og það kemur alltaf eitthvað uppá og svo lengi sem maður nýtur leiðarinnar og gerir sitt besta þá þýðir ekkert að svekkja sig á þig þó maður missi eitthvað úr af og til. Fjórða hver vika verður svo hvíldarvikar þar sem ég mun æfa 9-10 klst í stað 14.