Flestir erlendir nemar HÍ frá Þýskalandi

Erlendum nemendum sem hefja nám við Háskóla Íslands í haust …
Erlendum nemendum sem hefja nám við Háskóla Íslands í haust var boðið til móttöku í gær. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson

Móttaka var í gær fyrir erlenda nemendur sem hefja nám við Háskóla Íslands í haust. Jón Atli Benediktsson rektor flutti ávarp í móttökunni, sem er liður í kynningarviku fyrir erlenda nemendur við háskólann.

Erlendum nemendum fjölgar við Háskóla Íslands og eru þeir um 1.150 þetta árið. „Það hefur verið fjölgun á síðustu árum, þeir voru 1.105 árið 2015 og 1.069 árið 2014,“ segir Jón Atli.

Fjöldi erlendra nemenda við HÍ er talsvert meiri en hjá öðrum háskólum á Íslandi. Til dæmis eru um 200 erlendir nemendur í Háskólanum í Reykjavík, sem er met í HR. Í Háskólanum á Akureyri eru 75 erlendir nemendur skráðir á haustmisseri sem eru aðeins færri en en árið 2015 þegar 85 erlendir nemar stunduðu nám. Langflestir eru í lögfræði og helmingur þeirra í heimskautarétti sem aðeins er kennt við HA.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert