Veggirnir hafa líf

Ung kona kíkir í bók undir vökulu auga heldur ófrýnilegrar …
Ung kona kíkir í bók undir vökulu auga heldur ófrýnilegrar veru á kaffihúsi, sem hróflað hefur verið upp skammt frá lestarspori nærri Brick Lane. mbl.is/KBL

Hér eru bara dópistar og glæpamenn,“ segir leigubílstjórinn þegar við nálgumst hótelið síðla kvölds. „Þetta er stórhættulegt hverfi.“

Það er auðvelt í náttmyrkrinu að ímynda sér að þetta sé rétt, allt frekar skuggalegt og veggirnir þaktir kroti. Upplýsingar bílstjórans eru hins vegar úreltar svo munar tveimur eða þremur áratugum. Shoreditch er hverfi í Austur-London og var á sínum tíma frekar niðurnítt. Fyrir vikið var þar að finna ódýrt húsnæði sem reyndist draga að listamenn og stúdenta. Smám saman tók hverfið við sér, fylltist af verslunum, veitingastöðum og krám; fylltist af lífi. Nú er það orðið svo eftirsótt að það styttist í að listamenn og stúdentar hafi ekki efni á að búa þar lengur. Þá finna þeir sér nýtt Shoreditch og hringrásin hefst á ný.

Oft þarf ekki mikið pláss til að koma verkum á …
Oft þarf ekki mikið pláss til að koma verkum á framfæri. Þessar ólíku myndir voru á mjórri veggræmu milli útidyra við götuna Brick Lane. mbl.is/KBL

Þegar þar að kemur má búast við að Shoreditch missi aðdráttarafl sitt, en eins og stendur iðar hverfið af lífi, utan alfaraleiðar, en er spennandi hluti af borginni.

Ötull málari mundar fumlaus spreybrúsann við vegg í almenningsgarði. Þarna …
Ötull málari mundar fumlaus spreybrúsann við vegg í almenningsgarði. Þarna er verk við verk og óhikað málað yfir þau listaverk sem fyrir eru. mbl.is/KBL

Í Shoreditch er hægt að una sér daglangt við að skoða veggjalist. Mikið er um að vera í kringum verslunargötuna Brick Lane þar sem finna má allt milli himins og jarðar, bækur, plötur, hárskera, axlabönd og annan fatnað, mest notað, en einnig nýtt, og hreint magnaða tebúð. Þá er urmull af klúbbum og veitingastöðum á Curtain Road og Old Street.

Við komuna blasti við á vegg á móti hótelinu máluð …
Við komuna blasti við á vegg á móti hótelinu máluð mynd af norsku söngkonunni Sigrid eins og hún kemur fyrir á albúmi plötu sinnar Sucker Punch. Þessari mynd var þó ekki ætlaður langur líftími. mbl.is/KBL

Í Shoreditch ófu húgenottar silki og hverfið var miðstöð húsgagnasmíða á öldum áður, en undir lok nítjándu aldar varð nafn þess samnefnari fyrir glæpi, vændi og fátækt. Viðsnúningur hverfisins hófst um miðjan tíunda áratuginn. Nú er nafnið hins vegar notað þegar lýsa á hipsteravæðingu þéttbýlissvæða, sem ganga í endurnýjun lífdaga.

Í lok ferðar var þessi mynd komin á vegginn gegnt …
Í lok ferðar var þessi mynd komin á vegginn gegnt hótelinu. Malcolm McDowell í hlutverki Alex í Clockwork Orange, að hálfu vígreifur með mjólkurglas í hendi, að hálfu í heilaþvotti með augað uppglennt. mbl.is/KBL
Veggir húsa við Brick Lane og hliðargöturnar í kring geta …
Veggir húsa við Brick Lane og hliðargöturnar í kring geta verið skrautlegir. Á þessum húsvegg við Buxton Street má greina John Lennon, hálfgildings auglýsingu fyrir plötuna Charles Bradley, Black Velvet, og eftiröpun af þekktri auglýsingu fyrir kvikmyndina Guðföðurinn, nema Trump er kominn í stað Brandos og á plakatinu stendur The Oddfather.
Fjölbreytileikinn er mikill. Á einni mynd sussar David Bowie á …
Fjölbreytileikinn er mikill. Á einni mynd sussar David Bowie á vegfarendur, á annarri brosir kynjavera með blóðhlaupin augu. mbl.is/KBL
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert