Nýjar upplýsingar um ástarlíf Beckhams

Hjónin David og Victoria Beckham.
Hjónin David og Victoria Beckham. AP

Bresk blöð eru í dag full af nýjum fréttum um meint ástarævintýri knattspyrnustjörnunnar Davids Beckhams. Blaðið News of the World, sem fyrir viku birti fyrst frétt um meint ástarsamband Beckhams við Rebeccu Loos, fyrrum aðstoðarkonu sína og í dag birtir blaðið langt viðtal við Loos þar sem hún segir frá sinni hlið málsins. Þá fullyrðir 29 ára gömul kona í samtali við News of the World að hún hafi átt í löngu ástarsambandi við Beckham.

„Samband okkar Davids var meira en kynlíf," sagði Loos í samtalinu við News of the World. Fullyrt er að blaðið hafi greitt Loos 350 þúsund pund, eða um 4,8 milljónir króna fyrir viðtalið.

„Hann þurfti á konu að halda til að komast gegnum erfitt tímabil þar sem hann var einmana," segir Loos. „Konan hans var þúsundir mílna í burtu og veitti honum engan stuðning."

Beckham hefur vísað þessum fréttum á bug.

Þá segir Sarah Marbeck, sem er 29 ára og fædd í Malasíu en býr nú í Ástralíu, að hún hefði átt í ástarsambandi við Beckham eftir að hún hitti hann fyrst í Singapúr í júlí 2001 þar sem Beckham var á keppnisferð með Manchester United. Síðast hafi þau hist í mars 2002.

„Það var stór dagur í lífi mínu þegar ég svaf hjá Beckham," hefur blaðið eftir Marbeck. „Ég tók samband okkar alvarlega og hann sömuleiðis. Hann er líklega frægasti faðir, fjölskyldumaður og eiginmaður í heimi og hann breytti lífi mínu," segir Marbeck sem er sögð vera dóttir lögmanns. News of the World ver 7 síðum í umfjöllun um Marbeck og Beckhams og 5 síðum í viðtalið við Loos.

Sven-Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englands í knattspyrnu, sagði í samtali við blaðið Mail on Sunday að hann teldi að Beckham, sem er landsliðsfyrirliði Englendinga, verði í sínu besta formi í úrslitakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu í sumar þrátt fyrir umbrotin í einkalífi hans. Sagði Eriksson að fjölmiðlaumfjöllunin væri gjald sem þekktir knattspyrnumenn á borð við Beckham yrðu að greiða.

„Þeir vita hvernig breskir fjölmiðlar starfa. Þeir hafa ekki of miklar áhyggjur af því hvað um þá er skrifað."

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg