Rebecca Loos í stefnumótaþáttinn Ást á laugardagskvöldi

Rebecca Loos
Rebecca Loos AP

Hin nýlega heimsþekkta Rebecca Loos mun taka þátt í stefnumótaþættinum Ást á laugardagskvöldi hjá sjónvarpsstöðinni ITV1 en þátturinn næýtur mikilla vinsælda. Ungfrú Loos vakti óskipta athygli eftir að hún fullyrti opinberlega að hún og knattspyrnukappinn David Beckham hefðu átt í ástarævintýri eftir að hann fluttist til Madríd sl. vetur.

Í þættinum mun Rebecca velja þrjá karlmenn úr hópi áhorfenda í sjónvarpssal, að því er kemur fram á fréttaveitunni Ananova, og munu þeir síðan keppa um hver þeirra fer á stefnumót við hina 26 ára Rebeccu Loos, mögulega í Madríd þar sem hið meinta ástarævintýri Rebeccu og Davids á að hafa gerst. Smá orðaleikur er ráðgerður í nafni þessa tiltekna þáttar og eftirnafn Rebeccu sett inn í það, Win Loos or Draw, sem er afbökun á frasanum win, lose or draw. Keppinautarnir munu takast á í einhvers konar leik með orð eða orðasambönd þar sem reyna mun á minni þeirra.

Rebecca hefur verið mikið í sviðsljósinu síðustu daga og hefur komið fram á Sky-sjónvarpsstöðinni og Channel 4 þar sem hún sagði sögu sína og þá mætti hún á frumsýningu annarrar myndarinnar um Kill Bill sl. þriðjudag í Lundúnum. Victoria Beckham, eiginkona Davids, hefur einnig staðið í ströngu í því sem enskir fjölmiðlar kalla gjarnan almannatengslastríðið, sem geisar á milli Rebeccu Loos og Beckham-hjóna. Victoria leggur ofurkapp á að þau hjónin sjáist saman þar sem hnífurinn kemst ekki á milli þeirra.

Samkvæmt óstaðfestum fréttum mun ungfrú Loos frá greidd 15.000 sterlingspund eða um tvær milljónir ísl. kr. Talsmaður Granada-sjónvarpsstöðvarinnar, sem er hluti ITV-samsteypunnar, staðfesti að Rebecca muni verða greitt fyrir þátttökuna í þættinum en ekki hve háa upphæð væri um að ræða.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gamall vinur gefur þér góð ráð í dag. Dragðu djúpt andann og veltu því fyrir þér, hvaða breytingar þú vilt gera.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gamall vinur gefur þér góð ráð í dag. Dragðu djúpt andann og veltu því fyrir þér, hvaða breytingar þú vilt gera.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir