Victoría Beckham segist sannfærð um tryggð Davids

Beckham-hjónin í Royal Albert Hall í apríl.
Beckham-hjónin í Royal Albert Hall í apríl. AP

Victoría Beckham hefur loks tjáð sig um meint framhjáhald eiginmannsins Davids og segir fullum fetum að hann hafi aldrei verið henni ótrúr. Victoría segist vita það að maður sinn hafi aldrei sængað hjá Rebeccu Loos og Söruh Marbeck.

„Han hefur ekki gert neitt af sér. Ég vorkenni David mjög vegna þess það er verið að sverta nafn hans og hann hefur ekkert gert af sér. Ég trúi því djúpt í hjarta mínu að ég sé gift tryggasta eiginmanni sem ég get vonast eftir. Hann hefur alltaf verið mér trúr og ekkert hefur breyst,“ segir Victoría.

Þá gagnrýndi fyrrum Kryddpían Victoría, 30 ára, breska fjölmiðla fyrir að halda því fram að hún sé einungis um kyrrt hjá eiginmanninum til að reyna að lappa upp á dapran feril sinn sem söngkona og segist ekki vilja bjóða sonum sínum, Brooklyn og Romeo, upp á annað eins.

Hún segir í samtali við breska tímaritið Marie Claire: „Ég gæti ekki lifað í lygi og það væri ekki rétt gagnvart börnunum okkar, við vinnum saman að málunum en hjónaband okkar er ekki viðskiptasamningur. Gætir þú slíkt ef allir peningar í heimi væru í boði? Ég gæti það ekki.“

Rebecca Loos og Sarah Marbeck hafa ekki vikið frá þeim fullyrðingum sínum að þær hafi átt í ástarsambandi við David.

Victoría var nýverið á ferð um Perú í tengslum við gerð heimildarmyndar um þjáningar fátækra fjölskyldna þar í landi. Orðrómur er á kreiki um að hún hafi heimsótt sjúkrahús þar sem engir sjúklingar voru og til að láta líta svo út sem hún væri að heimsækja veik börn var förðunarsérfræðingur látin búa til gervisár og setja gerviblóð á tvö börn sem Victoría huggaði.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gamall vinur gefur þér góð ráð í dag. Dragðu djúpt andann og veltu því fyrir þér, hvaða breytingar þú vilt gera.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gamall vinur gefur þér góð ráð í dag. Dragðu djúpt andann og veltu því fyrir þér, hvaða breytingar þú vilt gera.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir